Innlent

Slökkviliðsstjórinn á Suðurnesjum hvetur til umbóta

MYND/Valgarður

Slökkviliðsstjórinn á Suðurnesjum, Sigmundur Eyþórsson, segir í pistli á vefsíðu Brunavarna Suðurnesja að breytingar og stækkun á samfélaginu á Suðurnesjum hvetji kalli á ábyrgari þjónustu af hálfu sveitarfélaganna á svæðinu. Aðeins fjórir eru á vakt auk stjórnenda bakvaktar á hverjum tíma.

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en í pistlinum segir Sigmundur meðal annars að síðasta helgi hafi verið mjög annasöm hjá slökkviliðinu og þá hafi menn þurft að standa 17 tíma vaktir. Eigendur Brunavarna eru Reykjanesbær, Garður og Vogar og hvetur Sigmundur bæjarfélögin til þess að bregðast við þeim miklu breytingum sem orðið hafa á svæðinu á síðustu árum. Fréttina hjá Víkurfréttum má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×