Innlent

Mildaði dóm vegna árásar á lögreglumann

MYND/GVA

Hæstiréttur mildaði í dag dóm héraðsdóms yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hafa ráðist gegn lögreglumanni og kýlt hann ítrekað þar sem þeir voru í lögreglubíl.

Var maðurinn dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af fjóra skilorðsbundna, í Hæstarétti en í héraðsdómi hafði hann verið dæmdur í hálfs árs fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna. Atvikið átti sér stað í október 2004 en þá var verið að flytja manninn á slysadeild í kjölfar umferðaróhapps. Þá réðst maðurinn á lögregluþjóninnn eftir að hann hafði tekið af manninum sígarettu en samkvæmt lýsingu í dómi héraðsdóms tókst lögreglumanninum að bera hendur fyrir andlit og lentu höggin því á handleggjum hans og vinstri hendi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×