Þingflokkar Alþingis harma að Reykjavíkurborg verði vettvangur ráðstefnu framleiðenda klámefnis fyrir netmiðla um miðjan marsmánuð. Tilkynning þessa efnis barst frá þinglokkunum rétt í þann mund sem skýrt var frá að hætt hefði verið við ráðstefnuna.
Segir í tilkyninngunni að það sé yfirlýst stefna þingflokkanna að vinna gegn klámvæðingu og vændi. Það sé því í mikilli óþökk þingflokkanna ef umrædd ráðstefna verður haldin hér á landi.