Klámframleiðendur hætta við ferð til Íslands 22. febrúar 2007 13:52 Mynd af vef Snowgathering þar sem fólk er spurt hvort sé verra, hvaladráp eða klámstjörnur að skemmta sér. Aðstandendur ferðar klámframleiðenda sem fyrirtækið FreeOnes hugðist standa fyrir hingað til lands 7.-11. mars hafa ákveðið að hætta við ferðina eftir að stjórn Bændasamtakanna, sem á Hótel Sögu, ákvað að vísa hópnum frá hótelinu þar sem hann hafði bókað gistingu fyrir um 150 manns. FreeOnes segir í tilkynningu á heimasíðunni Snowgathering.com að leitað verði lögfræðiaðstoðar til að innheimta kostnað sem skipuleggjendur hafi haft af ráðstefnunni. Á heimasíðunni segir að forsvarsmenn Hótels Sögu hafi ekki höndlað þann þrýsting sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafi beitt og gefið eftir vegna þrýstings frá hópum sem telji að ómögulegt sé að fólk vilji starfa innan klámiðnaðarins. Reynt hafi verið að fara að öllum óskum og kröfum hótelsins eftir fjölmiðlasprenginguna eins og það er kallað. Þá saka aðstandendur Snowgathering æðstu yfirvöld á Íslandi um að þrýsta á lögreglu og Útlendingastofnun um að finna leiðir til að hindra komu hópsins til landsins. Það hafi verið gert þrátt fyrir að FreeOnes hafi lýst því yfir í nokkrum tilkynningum að ekki yrði farið gegn íslenskum lögum um bann við klámi í ferðinni. Svo virðist sem þeir sem tengist klámi séu algjörlega óvelkomnir til landsins. Þá virðist landið hafa meiri áhyggjur af því að fullorðnar konur fækki fötum - jafnvel með eigin vilja og án þrýstings- en útrýmingu hvala. Bændastamtökin sendu fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hópurinn fengi ekki gistingu á Hótel Sögu og að ákvörðunin væri studd af Rezidor Hotel Group sem væri rekstaraðili Radisson SAS hótelkeðjunnar. Með þessu vildu Bændasamtökin lýsa vanþóknun sinni á þeirri starfsemi sem hópurinn tengdist. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Aðstandendur ferðar klámframleiðenda sem fyrirtækið FreeOnes hugðist standa fyrir hingað til lands 7.-11. mars hafa ákveðið að hætta við ferðina eftir að stjórn Bændasamtakanna, sem á Hótel Sögu, ákvað að vísa hópnum frá hótelinu þar sem hann hafði bókað gistingu fyrir um 150 manns. FreeOnes segir í tilkynningu á heimasíðunni Snowgathering.com að leitað verði lögfræðiaðstoðar til að innheimta kostnað sem skipuleggjendur hafi haft af ráðstefnunni. Á heimasíðunni segir að forsvarsmenn Hótels Sögu hafi ekki höndlað þann þrýsting sem fjölmiðlar og stjórnmálamenn hafi beitt og gefið eftir vegna þrýstings frá hópum sem telji að ómögulegt sé að fólk vilji starfa innan klámiðnaðarins. Reynt hafi verið að fara að öllum óskum og kröfum hótelsins eftir fjölmiðlasprenginguna eins og það er kallað. Þá saka aðstandendur Snowgathering æðstu yfirvöld á Íslandi um að þrýsta á lögreglu og Útlendingastofnun um að finna leiðir til að hindra komu hópsins til landsins. Það hafi verið gert þrátt fyrir að FreeOnes hafi lýst því yfir í nokkrum tilkynningum að ekki yrði farið gegn íslenskum lögum um bann við klámi í ferðinni. Svo virðist sem þeir sem tengist klámi séu algjörlega óvelkomnir til landsins. Þá virðist landið hafa meiri áhyggjur af því að fullorðnar konur fækki fötum - jafnvel með eigin vilja og án þrýstings- en útrýmingu hvala. Bændastamtökin sendu fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem greint var frá því að hópurinn fengi ekki gistingu á Hótel Sögu og að ákvörðunin væri studd af Rezidor Hotel Group sem væri rekstaraðili Radisson SAS hótelkeðjunnar. Með þessu vildu Bændasamtökin lýsa vanþóknun sinni á þeirri starfsemi sem hópurinn tengdist.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira