Geir fagnar heimköllun herliðs Breta og Dana 22. febrúar 2007 11:13 MYND/GVA Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði fulla ástæðu til að fagna þeirri þróun í Írak sem leitt hefði til þess að Bretar og Danir hefðu ákveðið að fækka í eða kalla heim herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í umræðu um störf þingsins sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf við upphaf þingfundar. Benti Steingrímur á að með þessum ákvörðunum Breta og Dana fækkaði mjög á lista hinna staðföstu þjóða sem stutt hefðu ólöglega innrás í Írak. Spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin ætlaði að endurskoða stuðnings sinn við innrásina í ljósi þessa. Geir H. Haarde benti á að Alþingi hefði samþykkt að leggja til 300 milljónir króna til stuðnings uppbyggingu í Írak og spurði hvort Steingrímur vildi að það yrði dregið til baka. Full ástæða væri til að fagna þeirri þróun í Írak að Bretar og Danir gætu nú flutt herlið frá Írak. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á að stuðningurinn við stríðið hefði ekki verið tekinn á Alþingi heldur í reykfylltum bakherbergjum. Kallaði hann eftir því að Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tæki þátt í umræðuni og bæðist afsökunar á stuðningnum við stríðið fyrir hönd Framsóknarflokksins. Sagði hann stríðið bæði löglaust og siðlaust. Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, sagði að allar fullyrðingar um tengsl Íraks við al-Qaida og meinta kjarnorkuvopnaeign Írakaa, sem notaðar hefðu verið til réttlætingar stríðsins, hefðu verið hraktar. Vildi hann fá að vita hvað forsendur lægju nú fyrir stuðningnum og sagði þetta eina allra verstu ákvörðun sem ríkisstjórn hefði tekið. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mótmætli þeim orðum Geirs að ástandið væri að batna í Írak og sagði ósæmilegt af hálfu forsætisráðherra að blanda saman stuðningi við uppbyggingu í Írak og stuðningi við innrásina 2003. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, kom einnig í pontu að sagði að formaður flokksins, Jón Sigurðsson, hefði sagt að ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak hefði verið tekin á grundvelli rangra upplýsinga. Þá lægi það fyrir að fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu tekið ákvörðunina. Íslendingar væru friðarþjóð og það væri undarlegt hvernig stjórnarnadstaðan hrærði í þessu blóði í hverri viku. Tók hann undir orð forsætisráðherra og spurði hvort menn vildu að kallaður yrði til baka 300 milljóna króna stuðningur við uppbyggingu í Írak. Þá endurtók Geir H. Haarde á í seinni ræðu sinni að ánægjulegt væri að þróunin í Suður-Írak væri með þeim hætti að hægt væri að kallað þaðan mannskap. Forsætisráðherra Íraks hefði lýst því yfir að Írakar væru tilbúnir að taka við öryggismálum þar. Þetta væri staðan ef menn vildu kynna sér það. Geir viðurkenndi þó að staðan væri misjöfn eftir héruðum í Írak og það væri miður. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði fulla ástæðu til að fagna þeirri þróun í Írak sem leitt hefði til þess að Bretar og Danir hefðu ákveðið að fækka í eða kalla heim herlið sitt frá Írak. Þetta kom fram í umræðu um störf þingsins sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, hóf við upphaf þingfundar. Benti Steingrímur á að með þessum ákvörðunum Breta og Dana fækkaði mjög á lista hinna staðföstu þjóða sem stutt hefðu ólöglega innrás í Írak. Spurði forsætisráðherra hvort ríkisstjórnin ætlaði að endurskoða stuðnings sinn við innrásina í ljósi þessa. Geir H. Haarde benti á að Alþingi hefði samþykkt að leggja til 300 milljónir króna til stuðnings uppbyggingu í Írak og spurði hvort Steingrímur vildi að það yrði dregið til baka. Full ástæða væri til að fagna þeirri þróun í Írak að Bretar og Danir gætu nú flutt herlið frá Írak. Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á að stuðningurinn við stríðið hefði ekki verið tekinn á Alþingi heldur í reykfylltum bakherbergjum. Kallaði hann eftir því að Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tæki þátt í umræðuni og bæðist afsökunar á stuðningnum við stríðið fyrir hönd Framsóknarflokksins. Sagði hann stríðið bæði löglaust og siðlaust. Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum, sagði að allar fullyrðingar um tengsl Íraks við al-Qaida og meinta kjarnorkuvopnaeign Írakaa, sem notaðar hefðu verið til réttlætingar stríðsins, hefðu verið hraktar. Vildi hann fá að vita hvað forsendur lægju nú fyrir stuðningnum og sagði þetta eina allra verstu ákvörðun sem ríkisstjórn hefði tekið. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, mótmætli þeim orðum Geirs að ástandið væri að batna í Írak og sagði ósæmilegt af hálfu forsætisráðherra að blanda saman stuðningi við uppbyggingu í Írak og stuðningi við innrásina 2003. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, kom einnig í pontu að sagði að formaður flokksins, Jón Sigurðsson, hefði sagt að ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak hefði verið tekin á grundvelli rangra upplýsinga. Þá lægi það fyrir að fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu tekið ákvörðunina. Íslendingar væru friðarþjóð og það væri undarlegt hvernig stjórnarnadstaðan hrærði í þessu blóði í hverri viku. Tók hann undir orð forsætisráðherra og spurði hvort menn vildu að kallaður yrði til baka 300 milljóna króna stuðningur við uppbyggingu í Írak. Þá endurtók Geir H. Haarde á í seinni ræðu sinni að ánægjulegt væri að þróunin í Suður-Írak væri með þeim hætti að hægt væri að kallað þaðan mannskap. Forsætisráðherra Íraks hefði lýst því yfir að Írakar væru tilbúnir að taka við öryggismálum þar. Þetta væri staðan ef menn vildu kynna sér það. Geir viðurkenndi þó að staðan væri misjöfn eftir héruðum í Írak og það væri miður.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði