Lífið

McCartney vill fullt forræði yfir dóttur sinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Paul McCartney hefur um annað að hugsa en gítarinn sinn þessa dagana.
Paul McCartney hefur um annað að hugsa en gítarinn sinn þessa dagana.

Goðsögnin Paul McCartney hyggst sækja um fullt forræði yfir fjögurra ára dóttur sinni Beatrice eftir upphlaup fyrrverandi konu hans, Heather Mills, í sjónvarpi.

McCartney hefur þegar haft samband við lögmenn vegna málsins. "Paul óttast að Heather hafi tapað sér og þarfnist hjálpar. Hann hefur miklar áhyggjur," er haft eftir nánum vini McCartneys.

Vinurinn segir að ef lífi Heathers sé í hættu eins og hún fullyrði í fjölmiðlum þá gildi hið sama um dóttur þeirra. Því sé æskilegt að hún sé með föður sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.