Innlent

Barnungir bílaþjófar

Lögreglan í Viborg í Danmörku handtók í nótt þrjá bílaþjófa, á aldrinum 11-13 ára. Aðstoðarlögreglustjórinn, Jens Claumarch, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að fjöldi danskra unglinga hefði komist í kast við lögin í sumar. Það hefði ekki liðið sá dagur að ekki hefði verið stolið bíl. Viborg er um 100 þúsund manna bær á Mið-Jótlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×