Innlent

Nafnlausa bréfið skaðar sókn málsins

Nafnlaust bréf sem barst lykilmönnum í Baugsmálinu og hæstaréttardómurum skaðar sókn málsins að mati setts ríkissaksóknara. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir lögreglurannsókn hafa verið gerða af minna tilefni.

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, óskaði í gær eftir fundi með verjendum og dómurum í málinu vegna bréf sem sent var nafnlaust. Þar er því meðal annars haldið fram að dómarar í Hæstarétti hafi sýknað menn og vísað frá ákæruliðum í Baugsmálinu til þess að hefna sín á Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra, fyrir að hafa beitt sér fyrir því að þeir Ólafur Börkur Þorvaldsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hafi verið skipaðir hæstaréttardómarar en töluverður styr stór um þær ákvarðanir á sínum tíma.

 

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, lýsir yfir vanþóknun sinni á efni bréfsins sem sé uppfullt af dylgjum. Gestur segir að staðreyndum sé þarna snúið á haus. Bréfið sé einnig alvarleg atlaga að réttarskipan í landinu.

Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, segir nafnlaus bréf alltaf ógeðfelld. Hann lýsir yfir vanþóknun sinni á bréfinu sem sé jafnframt slæmt fyrir sókn málsins. Samsæriskenningar líkt og þarna koma fram séu til þess að draga athyglina frá málsatriðum.

Gestur segir umfjöllun í bréfinu sé af sýnilegri þekkingu af málinu og lögfræði. Gestur segir að lögreglurannsókn hafi verið gerð af minna tilefni en þessu bréfi.

Viðtalið við Gest Jónsson má sjá hér.

Viðtalið við Sigurð Tómas Magnússon má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×