Innlent

Slátrun hætt í Króksfjarðarnesi um mánaðamótin

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/GA

Ákveðið hefur verið að hætta slátrun í sláturhúsinu í Króksfjarðarnesi í Reykhólahreppi frá og með mánaðamótum að því er héraðsfréttavefurinn Bæjarins besta greinir frá.

Þar segir að þetta sé niðurstaða stjórnenda Kjötafurðastöðvar KS, sem hafa haft stöðina á leigu, eftir að hafa fengið reynslu af rekstri starfseminnar í Króksfjarðarnesi. Stöðin mun hafa átt á brattann að sækja í samanburði við þær afurðastöðvar sem búið er að endurhanna og tækjavæða. Auk þess er það sýnt að nauðsynlegt er að fara í verulegar framkvæmdir til að halda sláturleyfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×