Lífið

Strákasveitin Luxor ætlar að syngja með Diddú

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Strákabandið Luxor á vonandi eftir að slá í gegn eins og Nylon stúlkurnar
Strákabandið Luxor á vonandi eftir að slá í gegn eins og Nylon stúlkurnar Mynd/ Sigurjón Ragnar Sigurjónsson

Ein af ástsælustu söngkonum þjóðarinnar, Diddú, hefur samþykkt að syngja með Luxor drengjunum á plötunni þeirra sem væntanleg er í haust. Þau ætla að syngja saman lagið I Believe In You sem þekkt er í flutningi Il Divo og Celine Dion. Upptökur standa nú sem hæst en Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stýrir þeim ásamt Vigni Snæ Vigfússyni. Upptökur fara fram bæði hér á landi og erlendis.

Gert er ráð fyrir að fyrsta plata drengjanna komi út 29. október, en það er SENA sem gefur hana út. "Þetta er ótrúlegur heiður. Það er ótrúlegt að vera fara að syngja með Diddú ég vona bara að við stöndum undir því að syngja við hliðinni á henni" segir Heimir Bjarni Ingimarsson söngvari úr Luxor.

Luxor mun senda frá sér fyrsta lag sitt "When You Say You Love Me" á morgun og verður það leikið á öllum helstu útvarpsstöðvum landsins á morgun. Strákarnir tóku sig líka til um daginn og opnuðu Myspace vef á slóðinni www.myspace.com/luxormusik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.