Til fylgdar við Frjálslynda flokkinn Helgi Hallvarðsson skrifar 8. maí 2007 13:41 Á síðastliðnu ári ákvað ég að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn, sem undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að afnema "Sægreifa kvótann" og þar með afhenda íslensku þjóðinni aftur eign sína sem hún öðlaðist með ótvíræðum hætti þegar Íslendingar náðu yfirráðum yfir 200 sjómílna fiskveiðilögsögunni. Við sem vorum á varðskipunum í þorskastríðunum, og lögðum líf okkar og limi í hættu, töldum okkur vera að vinna fyrir íslensku þjóðina. En þegar upp var staðið kom í ljós að við höfðum haft rangt fyrir okkur, því í leyni lá sérstök sveit manna sem kom fram þegar leiknum var lokið og sagði: "Nú getum við" og þar með var "Sægreifahópurinn" myndaður fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, því þó að mannabreytingar hafi orðið í liðinu síðan, þá ber þessi ríkistjórn fulla ábyrgð á málinu. Þessu rangláta kerfi vill Frjálslyndi flokkurinn breyta, enda hefur flokkurinn alla burði til þess, ef honum er veittur stuðningur í næstu alþingiskosningum, þar sem innan raða hans eru reyndir sjómenn, sem þekkja vel til íslenskra fiskveiða. Frjálslyndi flokkurinn þarf því að fá góðan stuðning kjósenda um allt land í næstkomandi alþingiskosningum ef góður árangur á að nást fram í þessu viðkvæma máli þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur að sjálfsögðu umhverfismál, bæði til lands og sjávar, ofarlega á sinni könnu. Ég treysti því að hann standi fyrir lagafrumvarpi á næsta þingi um dýpri siglingaleið olíu- og stórflutningsskipa við strendur landsins og hafi þá til viðmiðunar tillögu nefndar samgöngumálaráðherra sem skipuð var fyrir u.þ.b. 7 árum. Nefndin lagði m.a. til að þessi skip sigldu vissa djúpleið, frá Vestmannaeyjum, fyrir Reykjanes og Garðsskaga, á leið sinni frá Evrópu til Faxaflóahafna og til baka. Það hlýtur hver að sjá að slík lög eru nauðsynleg í ljósi síðasta óhapps er flutningaskipið Wilson Muuga strandaði út af Sandgerði í fyrra með miklar olíubirgðir í tönkum. Virtir vísindamenn, á öllum sviðum lífríkis lands og sjávar, sem sátu í fyrrgreindri nefnd höfðu einmitt lýst því yfir í skynsemi að þetta svæði væri eitt af því viðkvæmasta fyrir hverskonar mengun, vegna fugla og sjávarlífs. Sú siglingaleið sem nefndin lagði til að fyrrgreind skip sigldu, er allt að 50% öruggari en grunnleiðin fyrir Suðurlandi, frá Vestmannaeyjum og fyrir Reykjanes og Garðskaga. Þessi siglingaleið, sem er aðeins lengri, virðist þyrnir í augum útgerðarmanna olíu- og flutningaskipa þó að hún sé mun öruggari siglingarleið fyrir skip og skipshöfn, t.d. í álandsvindi, en grunnleiðir þar sem ekkert má út af bera ef ekki á illa að fara eins og mýmörg dæmi hafa sýnt sig á undanförnum árum, þegar stór flutningaskip með fleiri þúsund lítra af eldsneyti innanborðs hafa strandað. Auk þess mikla fjárhagslega tjóns sem hlýst af slíkum ströndum, þá eru áhafnir skipanna í lífshættu þar til björgun þeirra er lokið og öll sú mengun sem frá skipinu kemur setur viðkvæmt lífríki lands og sjávar í hættu og getur valdið því ómældum skaða í áraraðir. Frjálslyndi flokkurinn hefur heiðarlegan málflutning gagnvart innstreymi erlends vinnuafls til landsins. Hann vill tryggja heilsuöryggi þeirra sem fyrir eru í landinu, og á ég þar við Íslendinga sem útlendinga. Þetta hljóta allir að vera sammála um og ég trúi ekki öðru en að það erlenda vinnuafl sem hingað kemur til landsins hljóti að vera ánægt með að fá góða læknisskoðun, sem það hefur kannski ekki átt möguleika á að fá í sínu heimalandi og þiggja læknishjálp, ef eitthvað finnst. Frjálslyndi flokkurinn vill hafa stjórn á hinum mikla straumi erlends vinnuafls til landsins, en slíkum fjölda ólíkra innflytjenda frá hinum ólíkustu löndum, fylgja ýmis vandamál. Þar á ég m.a. við tungumálaerfiðleika og erfiðleika með að aðlagast öðrum venjum og siðum. Það er mikilvægt að þetta fólk sé ekki hlunnfarið í launum, og að það búi í mannsæmandi húsnæði og þannig væri lengi hægt að telja. Með öllum þessum málum vill Frjálslyndi flokkurinn hafa eftirlit, en það er á þessum sviðum sem nágrannaþjóðir okkar hafa fallið og hlotið bágt fyrir. Og ætlum við að falla á því sama? Kosningar til Alþingis nálgast nú óðfluga. Frjálslyndi flokkurinn þarf á góðum stuðningi landsmanna að halda til að geta haldið áfram því mikla uppbyggingarstarfi í landsmálum, þjóðinni til heilla. Þar má m.a. nefna, auk þess sem fyrr hefur verið greint frá, áframhaldandi uppbygging og öflugur stuðningur við öryrkja og aldraða, meiri kraft í lagningu slitlags á þá þjóðvegi sem orðið hafa útundan hjá þessari ríkisstjórn og áframhaldandi breikkun akbrauta á þeim vegum sem nú eru að sligast undan umferðarþunga. Ég vona að landsmenn sem ganga að kjörborðinu við næstu alþingiskosningar, núna 12. maí næstkomandi, veiti sem flestir Frjálslynda flokknum gott brautargengi svo rödd hans megi áfram hljóma hátt á hinu háa Alþingi Íslendinga.Helgi Hallvarðsson, fv. skipherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á síðastliðnu ári ákvað ég að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn, sem undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hefur það m.a. á stefnuskrá sinni að afnema "Sægreifa kvótann" og þar með afhenda íslensku þjóðinni aftur eign sína sem hún öðlaðist með ótvíræðum hætti þegar Íslendingar náðu yfirráðum yfir 200 sjómílna fiskveiðilögsögunni. Við sem vorum á varðskipunum í þorskastríðunum, og lögðum líf okkar og limi í hættu, töldum okkur vera að vinna fyrir íslensku þjóðina. En þegar upp var staðið kom í ljós að við höfðum haft rangt fyrir okkur, því í leyni lá sérstök sveit manna sem kom fram þegar leiknum var lokið og sagði: "Nú getum við" og þar með var "Sægreifahópurinn" myndaður fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, því þó að mannabreytingar hafi orðið í liðinu síðan, þá ber þessi ríkistjórn fulla ábyrgð á málinu. Þessu rangláta kerfi vill Frjálslyndi flokkurinn breyta, enda hefur flokkurinn alla burði til þess, ef honum er veittur stuðningur í næstu alþingiskosningum, þar sem innan raða hans eru reyndir sjómenn, sem þekkja vel til íslenskra fiskveiða. Frjálslyndi flokkurinn þarf því að fá góðan stuðning kjósenda um allt land í næstkomandi alþingiskosningum ef góður árangur á að nást fram í þessu viðkvæma máli þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur að sjálfsögðu umhverfismál, bæði til lands og sjávar, ofarlega á sinni könnu. Ég treysti því að hann standi fyrir lagafrumvarpi á næsta þingi um dýpri siglingaleið olíu- og stórflutningsskipa við strendur landsins og hafi þá til viðmiðunar tillögu nefndar samgöngumálaráðherra sem skipuð var fyrir u.þ.b. 7 árum. Nefndin lagði m.a. til að þessi skip sigldu vissa djúpleið, frá Vestmannaeyjum, fyrir Reykjanes og Garðsskaga, á leið sinni frá Evrópu til Faxaflóahafna og til baka. Það hlýtur hver að sjá að slík lög eru nauðsynleg í ljósi síðasta óhapps er flutningaskipið Wilson Muuga strandaði út af Sandgerði í fyrra með miklar olíubirgðir í tönkum. Virtir vísindamenn, á öllum sviðum lífríkis lands og sjávar, sem sátu í fyrrgreindri nefnd höfðu einmitt lýst því yfir í skynsemi að þetta svæði væri eitt af því viðkvæmasta fyrir hverskonar mengun, vegna fugla og sjávarlífs. Sú siglingaleið sem nefndin lagði til að fyrrgreind skip sigldu, er allt að 50% öruggari en grunnleiðin fyrir Suðurlandi, frá Vestmannaeyjum og fyrir Reykjanes og Garðskaga. Þessi siglingaleið, sem er aðeins lengri, virðist þyrnir í augum útgerðarmanna olíu- og flutningaskipa þó að hún sé mun öruggari siglingarleið fyrir skip og skipshöfn, t.d. í álandsvindi, en grunnleiðir þar sem ekkert má út af bera ef ekki á illa að fara eins og mýmörg dæmi hafa sýnt sig á undanförnum árum, þegar stór flutningaskip með fleiri þúsund lítra af eldsneyti innanborðs hafa strandað. Auk þess mikla fjárhagslega tjóns sem hlýst af slíkum ströndum, þá eru áhafnir skipanna í lífshættu þar til björgun þeirra er lokið og öll sú mengun sem frá skipinu kemur setur viðkvæmt lífríki lands og sjávar í hættu og getur valdið því ómældum skaða í áraraðir. Frjálslyndi flokkurinn hefur heiðarlegan málflutning gagnvart innstreymi erlends vinnuafls til landsins. Hann vill tryggja heilsuöryggi þeirra sem fyrir eru í landinu, og á ég þar við Íslendinga sem útlendinga. Þetta hljóta allir að vera sammála um og ég trúi ekki öðru en að það erlenda vinnuafl sem hingað kemur til landsins hljóti að vera ánægt með að fá góða læknisskoðun, sem það hefur kannski ekki átt möguleika á að fá í sínu heimalandi og þiggja læknishjálp, ef eitthvað finnst. Frjálslyndi flokkurinn vill hafa stjórn á hinum mikla straumi erlends vinnuafls til landsins, en slíkum fjölda ólíkra innflytjenda frá hinum ólíkustu löndum, fylgja ýmis vandamál. Þar á ég m.a. við tungumálaerfiðleika og erfiðleika með að aðlagast öðrum venjum og siðum. Það er mikilvægt að þetta fólk sé ekki hlunnfarið í launum, og að það búi í mannsæmandi húsnæði og þannig væri lengi hægt að telja. Með öllum þessum málum vill Frjálslyndi flokkurinn hafa eftirlit, en það er á þessum sviðum sem nágrannaþjóðir okkar hafa fallið og hlotið bágt fyrir. Og ætlum við að falla á því sama? Kosningar til Alþingis nálgast nú óðfluga. Frjálslyndi flokkurinn þarf á góðum stuðningi landsmanna að halda til að geta haldið áfram því mikla uppbyggingarstarfi í landsmálum, þjóðinni til heilla. Þar má m.a. nefna, auk þess sem fyrr hefur verið greint frá, áframhaldandi uppbygging og öflugur stuðningur við öryrkja og aldraða, meiri kraft í lagningu slitlags á þá þjóðvegi sem orðið hafa útundan hjá þessari ríkisstjórn og áframhaldandi breikkun akbrauta á þeim vegum sem nú eru að sligast undan umferðarþunga. Ég vona að landsmenn sem ganga að kjörborðinu við næstu alþingiskosningar, núna 12. maí næstkomandi, veiti sem flestir Frjálslynda flokknum gott brautargengi svo rödd hans megi áfram hljóma hátt á hinu háa Alþingi Íslendinga.Helgi Hallvarðsson, fv. skipherra.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar