
Til fylgdar við Frjálslynda flokkinn
Við sem vorum á varðskipunum í þorskastríðunum, og lögðum líf okkar og limi í hættu, töldum okkur vera að vinna fyrir íslensku þjóðina. En þegar upp var staðið kom í ljós að við höfðum haft rangt fyrir okkur, því í leyni lá sérstök sveit manna sem kom fram þegar leiknum var lokið og sagði: "Nú getum við" og þar með var "Sægreifahópurinn" myndaður fyrir atbeina núverandi ríkisstjórnar, því þó að mannabreytingar hafi orðið í liðinu síðan, þá ber þessi ríkistjórn fulla ábyrgð á málinu. Þessu rangláta kerfi vill Frjálslyndi flokkurinn breyta, enda hefur flokkurinn alla burði til þess, ef honum er veittur stuðningur í næstu alþingiskosningum, þar sem innan raða hans eru reyndir sjómenn, sem þekkja vel til íslenskra fiskveiða.
Frjálslyndi flokkurinn þarf því að fá góðan stuðning kjósenda um allt land í næstkomandi alþingiskosningum ef góður árangur á að nást fram í þessu viðkvæma máli þjóðarinnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur að sjálfsögðu umhverfismál, bæði til lands og sjávar, ofarlega á sinni könnu. Ég treysti því að hann standi fyrir lagafrumvarpi á næsta þingi um dýpri siglingaleið olíu- og stórflutningsskipa við strendur landsins og hafi þá til viðmiðunar tillögu nefndar samgöngumálaráðherra sem skipuð var fyrir u.þ.b. 7 árum. Nefndin lagði m.a. til að þessi skip sigldu vissa djúpleið, frá Vestmannaeyjum, fyrir Reykjanes og Garðsskaga, á leið sinni frá Evrópu til Faxaflóahafna og til baka.
Það hlýtur hver að sjá að slík lög eru nauðsynleg í ljósi síðasta óhapps er flutningaskipið Wilson Muuga strandaði út af Sandgerði í fyrra með miklar olíubirgðir í tönkum. Virtir vísindamenn, á öllum sviðum lífríkis lands og sjávar, sem sátu í fyrrgreindri nefnd höfðu einmitt lýst því yfir í skynsemi að þetta svæði væri eitt af því viðkvæmasta fyrir hverskonar mengun, vegna fugla og sjávarlífs. Sú siglingaleið sem nefndin lagði til að fyrrgreind skip sigldu, er allt að 50% öruggari en grunnleiðin fyrir Suðurlandi, frá Vestmannaeyjum og fyrir Reykjanes og Garðskaga. Þessi siglingaleið, sem er aðeins lengri, virðist þyrnir í augum útgerðarmanna olíu- og flutningaskipa þó að hún sé mun öruggari siglingarleið fyrir skip og skipshöfn, t.d. í álandsvindi, en grunnleiðir þar sem ekkert má út af bera ef ekki á illa að fara eins og mýmörg dæmi hafa sýnt sig á undanförnum árum, þegar stór flutningaskip með fleiri þúsund lítra af eldsneyti innanborðs hafa strandað. Auk þess mikla fjárhagslega tjóns sem hlýst af slíkum ströndum, þá eru áhafnir skipanna í lífshættu þar til björgun þeirra er lokið og öll sú mengun sem frá skipinu kemur setur viðkvæmt lífríki lands og sjávar í hættu og getur valdið því ómældum skaða í áraraðir.
Frjálslyndi flokkurinn hefur heiðarlegan málflutning gagnvart innstreymi erlends vinnuafls til landsins. Hann vill tryggja heilsuöryggi þeirra sem fyrir eru í landinu, og á ég þar við Íslendinga sem útlendinga. Þetta hljóta allir að vera sammála um og ég trúi ekki öðru en að það erlenda vinnuafl sem hingað kemur til landsins hljóti að vera ánægt með að fá góða læknisskoðun, sem það hefur kannski ekki átt möguleika á að fá í sínu heimalandi og þiggja læknishjálp, ef eitthvað finnst. Frjálslyndi flokkurinn vill hafa stjórn á hinum mikla straumi erlends vinnuafls til landsins, en slíkum fjölda ólíkra innflytjenda frá hinum ólíkustu löndum, fylgja ýmis vandamál. Þar á ég m.a. við tungumálaerfiðleika og erfiðleika með að aðlagast öðrum venjum og siðum. Það er mikilvægt að þetta fólk sé ekki hlunnfarið í launum, og að það búi í mannsæmandi húsnæði og þannig væri lengi hægt að telja. Með öllum þessum málum vill Frjálslyndi flokkurinn hafa eftirlit, en það er á þessum sviðum sem nágrannaþjóðir okkar hafa fallið og hlotið bágt fyrir. Og ætlum við að falla á því sama?
Kosningar til Alþingis nálgast nú óðfluga. Frjálslyndi flokkurinn þarf á góðum stuðningi landsmanna að halda til að geta haldið áfram því mikla uppbyggingarstarfi í landsmálum, þjóðinni til heilla. Þar má m.a. nefna, auk þess sem fyrr hefur verið greint frá, áframhaldandi uppbygging og öflugur stuðningur við öryrkja og aldraða, meiri kraft í lagningu slitlags á þá þjóðvegi sem orðið hafa útundan hjá þessari ríkisstjórn og áframhaldandi breikkun akbrauta á þeim vegum sem nú eru að sligast undan umferðarþunga.
Ég vona að landsmenn sem ganga að kjörborðinu við næstu alþingiskosningar, núna 12. maí næstkomandi, veiti sem flestir Frjálslynda flokknum gott brautargengi svo rödd hans megi áfram hljóma hátt á hinu háa Alþingi Íslendinga.
Helgi Hallvarðsson, fv. skipherra.
Skoðun

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar