Íslenski boltinn

Afturelding og HK/Víkingur upp

Elvar Geir Magnússon skrifar
Afturelding.
Afturelding.

Afturelding og HK/Víkingur tryggðu sér í kvöld sæti í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð. Seinni leikir í undanúrslitum 1. deildar fóru þá fram. Afturelding vann Völsung á Húsavíkurvelli og HK/Víkingur burstaði Hött.

Eftir að hafa tapað með eins marks mun á heimavelli gerði lið Aftureldingar sér lítið fyrir og vann 3-0 útisigur á Völsungi í kvöld. Þá vann HK/Víkingur 5-1 sigur á Hetti á heimavelli sínum en þetta sameiginlega lið vann með eins marks mun á Vilhjálmsvelli á sunnudag.

Afturelding og HK/Víkingur hafa tryggt sér sæti í Landsbankadeild kvenna en liðin munu mætast í úrslitaleik um sigurinn í 1. deild kvenna um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×