Íslenski boltinn

Magnús og Guðjón fá ávítur frá KSÍ

Guðjón Þórðarson var einn þeirra þjálfara sem voru ósáttir við dómgæslu í 14. umferð Landsbankadeildarinnar
Guðjón Þórðarson var einn þeirra þjálfara sem voru ósáttir við dómgæslu í 14. umferð Landsbankadeildarinnar Mynd/Eiríkur
Magnús Gylfason þjálfari Víkings og Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA, í Landsbankadeild karla fengu í dag ávítur frá aganefnd KSÍ og voru félög þeirra sektuð um 10 þúsund krónur vegna ummæla þeirra í garð dómara eftir leiki í 14. umferð deildarinnar. Þá fengu þeir Ólafur Kristjánsson þjálfari Keflavíkur og Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis áminningu vegna ummæla sinna við sama tækifæri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×