Íslenski boltinn

Stefnum á að sækja hratt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr vináttulandsleik Íslands og Spánar.
Úr vináttulandsleik Íslands og Spánar.

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali á Stöð 2 í kvöld að liðið ætli að spila öflugan varnarleik og sækja hratt á Spánverja í leiknum á morgun. Hann segir að andinn í íslenska hópnum sé mjög góður.

„Við vitum að við erum að fara að keppa gegn gríðarlega sterku liði og ætlum að verjast og gera það vel. Við stefnum á að sækja hratt á þá. Spánverjarnir eru hræddir við föst leikatriði hjá okkur og það ætlum við að nýta okkur," sagði Eyjólfur við Stöð 2.

„Það lítur út fyrir að þeir verði meira með boltann en við förum í alla leiki til að vinna þá. Svo sjáum við hvað setur," sagði Eyjólfur. Spurður út í hvernig andinn væri í liðinu var svar hans þetta: „Andinn er mjög góður. Menn eru staðráðnir í því að sýna að þeir eru stoltir af því að spila fyrir Ísland."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×