Lífið

Zellweger fallin fyrir McCartney

MYND/Getty

Bridget Jones stjarnan Renee Zellweger hefur viðurkennt að vera skotin í Bítlinum Paul McCartney. Skötuhjúin sáust fyrst saman á tónleikum í síðustu viku og skömmu síðar á rómantískum veitingastað í New York.



Renee er greinilega gefin fyrir eldri mennMYND/Getty
"Jú ég er bálskotin í honum, er haft eftir henni í breska dagblaðinu The Sun. "Mér finnst samt svolítið skrítið að tala um það því ég hef ekki sagt honum frá því. Ég hef talað um þetta við vini mína og ég hugsa að þeir hafi framhaldinu lekið því í hann. En ef hann veit þetta ekki núna þá kemst hann fljótlega að því."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.