Innlent

Landsbankinn gaf ráðherrum rauðvín í jólagjöf

Þau eru sjálfsagt kampakát með jólagjöfina.
Þau eru sjálfsagt kampakát með jólagjöfina.

Landsbankinn gaf ráðherrum ríkisstjórnarinnar rauðvín í jólagjöf. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagðist í samtali við RÚV telja útilokað að ráðherrar láti slíkt hafa áhrif á ákvarðanatöku sína. Í einhverjum tilvikum séu jólagjafir fyrirtækja mögulega á gráu svæði. Hún segist ekki hafa opnað jólagjöfina sína.

Samkvæmt upplýsingum Vísis fengu ráðherrarnir eina flösku hver. Árni Matthiesen fjármálaráðherra staðfesti í samtali við Vísi að ráðherrar hefðu fengið gjöfina, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Ráðherrarnir fengu Rioja Muga, Seleccion Especial, árgang 2003 í trékassa. Vínið er ekki selt hér á landi en í Bandaríkjunum kostar flaskan um 2500 íslenskar krónur.

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 að sendiráð hafi gefið ráðherrum gjafir og að þeir hefðu fengið slíkar gjafir í opinberum heimsóknum erlendis, en minntist þess ekki að fyrirtæki hefðu gefið ráðherrum gjafir sem þessar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×