Cohen kveður Borat og Ali G. 25. desember 2007 11:25 Kasakski afglapinn Borat lítur ekki aftur dagsins ljós að sögn höfundar hans, Sacha Baron Cohen. MYND/AP Breski leikarinn Sacha Baron Cohen hefur ákveðið að segja skilið við tvær af frægustu persónum sínum, rapparann Ali G og fréttamanninn Borat. Þetta kemur fram í viðtali við leikarann í breska blaðinu Daily Telegraph sem er eitt af fáum viðtölum undanfarin ár þar sem hann situr sjálfur fyrir svörum en ekki einhver af persónum hans. Þar segir Cohen að persónunar tvær, sem hafa orðið ódauðlegar í bæði þáttum og kvikmyndum, séu svo vinsælar að það hamli honum sjálfum töluvert. „Þegar ég var Ali G. eða Borat var í ég hlutverkunum í allt að 14 tíma á sólarhring. Ég hef haldið mikið upp á þá en það er sorglegt að segja frá því að ég mun aldrei leika þá aftur," segir Cohen.Báðar persónurnar hafa vakið athygli vegna þess hve opinskáar þær eru en saklausir stjórnmálamenn og vegfarendur hafa gjarnan orðið fórnarlömb uppátækja þeirra. Er skemmst að minnast gríðarlegra vinsælda myndarinnar um Borat, Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, en hún vakti hörð viðbrögð bæði hjá kasösku þjóðinni og þeim saklausu einstaklingum sem urðu fyrir barðinu á hrekkjum Cohens.Aðdáendur Cohens þurfa þó ekki að örvænta því hann leikur nú í myndinni Sweeny Todd. Þar fer hann með hlutverk Pirellis, rakarans syngjandi, sem Todd drepur. Enn fremur er væntanleg mynd með austurrísku tískulöggunni Bruno, þriðju persónunni sem Cohen gerði fræga í Da Ali G. Show. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Breski leikarinn Sacha Baron Cohen hefur ákveðið að segja skilið við tvær af frægustu persónum sínum, rapparann Ali G og fréttamanninn Borat. Þetta kemur fram í viðtali við leikarann í breska blaðinu Daily Telegraph sem er eitt af fáum viðtölum undanfarin ár þar sem hann situr sjálfur fyrir svörum en ekki einhver af persónum hans. Þar segir Cohen að persónunar tvær, sem hafa orðið ódauðlegar í bæði þáttum og kvikmyndum, séu svo vinsælar að það hamli honum sjálfum töluvert. „Þegar ég var Ali G. eða Borat var í ég hlutverkunum í allt að 14 tíma á sólarhring. Ég hef haldið mikið upp á þá en það er sorglegt að segja frá því að ég mun aldrei leika þá aftur," segir Cohen.Báðar persónurnar hafa vakið athygli vegna þess hve opinskáar þær eru en saklausir stjórnmálamenn og vegfarendur hafa gjarnan orðið fórnarlömb uppátækja þeirra. Er skemmst að minnast gríðarlegra vinsælda myndarinnar um Borat, Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan, en hún vakti hörð viðbrögð bæði hjá kasösku þjóðinni og þeim saklausu einstaklingum sem urðu fyrir barðinu á hrekkjum Cohens.Aðdáendur Cohens þurfa þó ekki að örvænta því hann leikur nú í myndinni Sweeny Todd. Þar fer hann með hlutverk Pirellis, rakarans syngjandi, sem Todd drepur. Enn fremur er væntanleg mynd með austurrísku tískulöggunni Bruno, þriðju persónunni sem Cohen gerði fræga í Da Ali G. Show.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira