Lífið

Skrýtna stúlknasveitin Amiina

Amiina hefur unnið hug og hjörtu margra Íslendinga.
Amiina hefur unnið hug og hjörtu margra Íslendinga.

Hinum ástsæla íslenska stúlkakvartett, Amiinu, er gerð ítarleg skil í breska blaðinu Guardian í dag. Í blaðinu er sagt frá samstarfi hljómsveitarinnar við Sigur Rós og óhefðibundið val þeirra á hljóðfærum.

„Við lítum ekki á þau sem óhefðibundin. Við vorum bara að leita að fjölbreyttum hljóðum og fundum þá ýmsa góða muni til að berja á," sagði María Huld Markan Sigfúsdóttir, einn forsprakki hljómsveitarinnar, í samtali við blaðið. En blaðið segir hljómsveitina blanda saman sög, sítar, hörpu og öðrum skrítnum hljóðfærum.

Í blaðinu er einnig sagt frá því að samstarf þeirra Hildar Ársælsdóttur, Eddu Rúnar Ólafsdóttur, Mariu Huldar Markan Sigfúsdóttur og Sólrúnar Sumarliðadóttur hefði hafist í Listaháskólanum í Reykjavík, þar sem þær voru við nám. Það hafi síðan orðið til þess að Amiina leit dagsins ljós.

Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að sjá greinina um Amiinu í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.