Lífið

Kettir í Kattholti fá harðfisk og rækjur á jólunum

Harðfiskur og rækjur eru á meðal þess sem kettirnir í Kattholti fá að gæða sér á um jólin. Á hverju ári koma um sex hundruð kettir í Kattholt. Hluti þeirra er sóttur af eigendum sínum en alltaf er þó stór hluti sem þarf nýtt heimili. Á þessum árstíma er oft mikið að gera í Kattholti og margir sem vilja gefa köttunum nýtt heimili. Engu að síður er útlit fyrir að hátt í sjötíu óskilakettir eyði jólunum í Kattholti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.