Lífið

Vilja gera Jón Kalman að evrópskum stórhöfundi

Jón Kalman
Jón Kalman


,,Þegar við hjá Gallimard tökum höfund um borð þá er það til að fara í langa og skemmtilega siglingu. Útgáfan okkar er eins og glæst listisnekkja. Við siglum ekki í höfn fyrr en við höfum látið alla lesandi borgara Frakklands og helst allan heiminn vita að Jon Kalman er eitt af stærstu nöfnum evrópskra nútímabókmenntanna." sagði í bréfi til bókaforlagsins Bjarts, frá fremsta útgefanda Frakka, Gallimard, sem hefur ákveðið að kaupa nýjustu bók Jóns Kalmans.

Ritstjóri hjá Gallimard var gestur bókmenntahátíðar í Reykjavík í haust og heyrði Jón Kalman lesa þar kafla úr þá óútkominni bók, Himnaríki og helvíti, og heillaðist gersamlega. Hann bað um að fá bókina hraðsenda um leið og hún kæmi úr prentsmiðju og var svo ekki lengi að ákveða að þessi höfundur ætti heima á glæstum útgáfulista Gallimard. Bókin verður gefin út á næsta ári og hugsar Gallimard þetta sem fyrsta skref þeirra að því marki að gera Jón Kalman að evrópskum stórhöfundi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.