Af hverju ertu svona blár? Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. desember 2007 10:58 Paul Karason er blár. Paul Karason er ósköp venjulegur maður búsettur í Kalíforníu í Bandaríkjunum. Eitt er þó sem aðskilur Paul frá flestum öðrum, hann er blár á litinn. Maðurinn, sem er 57 ára gamall og gæti verið af íslenskum ættum ef litið er til eftirnafns hans, segir að hann hafi skipt um lit fyrir um fjórtán árum síðan. Áður var hann ljós á hörund og freknóttur. „Breytingin gerðist á löngum tíma þannig að ég tók ekkert eftir þessu og foreldrar mínir ekki heldur," segir Paul í viðtali við CNN. „Það var ekki fyrr en vinur minn sem hafði ekki séð mig í marga mánuði kom í heimsókn og spurði mig strax hvað ég hefði eiginlega gert." Læknar segja að ástæðu blánunarinnar megi rekja til þess að Paul stundar það að drekka vatnsblöndu sem blandað er með því að leiða rafstraum í gegnum silfur með sérstöku tæki þannig að silfrið blandast vatninu. Þessi görótti drykkur á að laga öll mein og Paul er handviss um að þetta virkar. Hann lætur aukaverkunina heldur ekkert stoppa sig í því að halda áfram silfurdrykkjunni, þó hann segist nú hafa dregið töluvert úr henni. Hann segist heldur ekki viss um að það sé drykkjan sem hafi þessi áhrif heldur er hann á því að bláminn hafi lagst á hann þegar hann tók upp á því að þvo sér upp úr leginum. Paul býr nú í Kalíforníu en þangað fluttist hann frá Oregon nýlega. Ástæðuna fyrir því segir Paul vera þá að í Kalíforníu eigi hann auðveldara með að falla inn í fjöldann. Hér má sjá umfjöllun CNN um blámanninn. Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Paul Karason er ósköp venjulegur maður búsettur í Kalíforníu í Bandaríkjunum. Eitt er þó sem aðskilur Paul frá flestum öðrum, hann er blár á litinn. Maðurinn, sem er 57 ára gamall og gæti verið af íslenskum ættum ef litið er til eftirnafns hans, segir að hann hafi skipt um lit fyrir um fjórtán árum síðan. Áður var hann ljós á hörund og freknóttur. „Breytingin gerðist á löngum tíma þannig að ég tók ekkert eftir þessu og foreldrar mínir ekki heldur," segir Paul í viðtali við CNN. „Það var ekki fyrr en vinur minn sem hafði ekki séð mig í marga mánuði kom í heimsókn og spurði mig strax hvað ég hefði eiginlega gert." Læknar segja að ástæðu blánunarinnar megi rekja til þess að Paul stundar það að drekka vatnsblöndu sem blandað er með því að leiða rafstraum í gegnum silfur með sérstöku tæki þannig að silfrið blandast vatninu. Þessi görótti drykkur á að laga öll mein og Paul er handviss um að þetta virkar. Hann lætur aukaverkunina heldur ekkert stoppa sig í því að halda áfram silfurdrykkjunni, þó hann segist nú hafa dregið töluvert úr henni. Hann segist heldur ekki viss um að það sé drykkjan sem hafi þessi áhrif heldur er hann á því að bláminn hafi lagst á hann þegar hann tók upp á því að þvo sér upp úr leginum. Paul býr nú í Kalíforníu en þangað fluttist hann frá Oregon nýlega. Ástæðuna fyrir því segir Paul vera þá að í Kalíforníu eigi hann auðveldara með að falla inn í fjöldann. Hér má sjá umfjöllun CNN um blámanninn.
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira