Lífið

Lohan á beinu brautinni

Lindsay Lohan
Lindsay Lohan

Leikkonan Lindsay Lohan hringdi óvænt inn í útvarpsþátt í Las Vegas í gær. Þar lenti hún í yfirheyrslu hjá stjórnendum þáttarins sem brá heldur betur í brún þegar Lindsay var komin á línuna.

Fóru þeir yfir helstu mál leikkonunnar sem hefur verið að koma sér á beinu brautina undanfarið. „Það var nú bara kominn tími til þess að fullorðnast aðeins. Ég hef gengið í gegnum margt og er orðin ný manneskja, það er í raun ótrúlegt hversu vel allt hefur gengið hjá mér undanfarið."

Ástæðuna fyrir því að hún hefur verið minna í fjölmiðlum upp á síðkastið rekur Lindsay til breytta lífstílsins. „Ég hef verið í stúdíói að taka upp músík. Það er gott að vera komin aftur í stúdíó."

„Ég kyssi ekki og kjafta," sagði Lindsay þegar hún var spurð út í ástarlífið.

Hún sagðist einnig vilja fara til Afríku og vinna að mannúðarmálum. „Ég elska börn og það væri gaman að geta gefið aðeins af sér til þeirra."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.