Lífið

Næsta Sex and the City mynd í burðarliðnum

Þegar er farið að undirbúa framhald kvikmyndarinnar um vinkonurnar í Sex and the City. Tökum á fyrri myndinnni er nýlokið. Framleiðendur hennar svo sannfærðir um að hún verði vinsæl að þeir eru þegar farnið að vinna að handriti þeirrar næstu, að því er heimildamaður breska blaðsins Mail on Sunday hermir. Allir leikararnir eru með ákvæði í samningi sínum um að taka þátt í framhaldsmynd, og þetta hyggjast framleiðendurnir nýta. Þeir sjá fyrir sér að gera minnst þrjár myndir um stöllurnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.