Innlent

Gat ekki lent í Keflavík og snéri til Glasgow í nótt

Breki Logason skrifar
Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Flugvél Icelandair sem var að koma frá London um miðnætti í nótt þurfti að snúa við og lenda í Glasgow eftir að hafa verið í biðflugi yfir Keflavíkurflugvelli í nótt.

„Vélin fer frá London klukkan 21:00 í gærkvöldi og flugið tekur um þrjá tíma. Þegar hún síðan kemur að landinu er veðrið í sínum versta ham. Þá er flogið svokallað biðflug í einhvern tíma en fljótlega er tekin ákvörðun um að fljúga til Glasgow og lenda þar," segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair.

Síðan var lent í Glasgow um tvö leytið og þar var stoppað stutt. „Þar var tekið eldsneyti og síðan var lent í Keflavík á sjötta tímanum í morgun," segir Guðjón en veðrið í gær var óvenju óstillt. Hann segir flugvöllinn í Glasgow vera nokkurskonar varaflugvöll fyrir Keflavík en þangað er farið þegar ekki er hægt að lenda hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×