Innlent

Eldur í íbúð á Eiðistorgi

MYND/Sigurjón

Slökkvilið var kallað út um tíuleytið vegna reyks í íbúð á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi við Eiðistorg á Seltjarnarnesi.

Dælubíll og kranabíl voru sendir á staðinn og þegar slökkiliðsmenn komu inn í íbúðina var þar eldur og töluverður reykur og því voru reykkafarar sendir inn. Enginn mun hafa verið í íbúðinni þegar eldurinn kom upp og þá hefur eldurinn ekki borist í nærliggandi íbúðir. Slökkvilið vinnur nú að því að reykræsta íbúðina en eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×