Lífið

Einkaklúbbur fyrir auðmenn innréttaður fyrir 30 milljónir

Andri Ólafsson skrifar
Karl Wernersson er einn þeirra sem sagður er meðlimur einkakúbbsins.
Karl Wernersson er einn þeirra sem sagður er meðlimur einkakúbbsins.

Á Nýbýlavegi í Kópavogi er starfræktur einkaklúbbur fyrir íslenska auðmenn. Til þess að gerast meðlimur þurfa menn að greiða inntökugjald sem nemur samkvæmt heimildum Vísis nokkur hundruð þúsund krónum, auk þess sem greitt er sérstakt mánaðargjald.

Einn eigenda einkaklúbbsins, Auðunn Örn Gunnarsson flugmaður, vildi ekkert tjá sig um reksturinn þegar Vísir ræddi við hann í dag.

Heimildir Vísis herma hinsvegar að í klúbbhúsinu sé að finna bar, golfhermi, poolborð, fundaraðstöðu og fleira. Sömu heimildir herma að meðlimir stundi þar ekki veislur heldur noti aðstöðuna frekar til að slaka á með vinum og fjölskyldu.

Aðrar heimildir Vísis herma að klúbbhúsið sé hið veglegasta enda hafi það verið innréttað fyrir 30 milljónir fyrir skömmu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.