Lífið

Þjóðverjar verstu elskhugar í heimi

Þýskir karlmenn eru verstu elskhugar í heimi, að því er fram kemur í nýrri könnun sem var gerð á tíu þúsund kvenkyns ferðamönnum. Þjóðverjarnir þyktja of sjálfselskir, en Svíar, sem hafna í öðru sæti, þykja of snöggir.

Hollendingar hafna í þriðja sæti í könnuninni, sem gerð var af tengslasíðunni WAYN.com, en þeir þykja of harkalegir. Bandaríkjamenn þykja allt of stjórnsamir og sitja í fjórða sæti. Fast á hæla þeirra fara væmnir Wales-menn og hávaðasamir Skotar.

Forsvarsmaður síðunnar, Peter Ward, var hissa á niðurstöðunum. ,,Hver hefði haldið að Wales-menn væru betri elskhugar en Svíar? Ég vil samt minna konurnar á að það þarf tvo til." sagði Ward.

Ítalir sátu efst á hinum enda listans, og þykja bólfimir með eindæmum. Í öðru sæti eru Frakkar og á eftir þeim koma Írar, Suður-Afríkumenn, Ástralir, Spánverjar, Danir, Nýsjálendingar, Brasilíumenn og Kanadabúar. Íslenskir karlmenn komast ekki á blað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.