Lífið

Bond dreymir um að sjá norðurljósin

Norðurljósin heilla hörkutólið.
Norðurljósin heilla hörkutólið.

Heitasta ósk Daniel Craig, sem best er þekktur fyrir túlkun sína á njósnara hennar hátignar James Bond, er að sjá norðurljósin með sínum eigin augum. Nýjasta mynd hans Golden Compass var frumsýnd um helgina en þar bregður fyrirbærinu fyrir. Þrátt fyrir að leikarinn hafi ferðast heimshornana á milli þá segist hann iða í skinninu eftir að komast á norðlægar slóðir til þess að sjá ljósadýrðina.

„Ég ferðaðist upp að norðurheimskautsbaug þegar ég var krakki en ég hef aldrei orðið svo heppinn að sjá þessi ljós," segir Craig. Hann segist einnig hafa komið til Íslands þar sem hann sá miðnætursólina og ferðast um jökla landsins „en ég væri svo til í að sjá norðurljósin," segir hörkutólið, greinilega hugfanginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.