Lífið

Sex milljónir söfnuðust hjá Cortes og Kanawa

Rúmlega sex milljónir króna söfnuðust á styrktartónleikum FL Group í Háskólabíói í gærkvöld þar sem stórstjarnan Dame Kiri te Kanawa og Garðar Þór Cortes sungu fyrir gesti. Ágóði tónleikannna rennur til Barna og unglingageðdeildar Landspítalans.

Húsfyllir var á tónleikunum í háskólabíói í gærkvöld og vakti söngur Dame kiri te Kanawa og Garðars Þórs Cortes mikla lukku tónleikagesta. FL Group stóð fyrir tónleikunum og rennur ágóði þeirra til stuðningsverkefnis Barna og unglingageðdeildar Landspítalans, sem nefnist Lífið kallar. Verkefnið miðar að því að styðja við börn og unglinga sem hafa orðið fyrir áfalli og í kjölfarið misst lífslöngun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.