Lífið

Kiefer er fyrirmyndarfangi

Kiefer Sutherland.
Kiefer Sutherland. MYND/Getty
Kiefer Sutherland hóf þriðja dag fangavistar sinnar á staðgóðri skál af kornflexi til að undirbúa sig undir erfiðan dag við að brjóta saman þvott í fangelsisþvottahúsinu. Sutherland, sem situr inni fyrir ölvunarakstur og brot á skilorði þykir fyrirmyndarfangi, að söng talsmanns Glendale fangelsisins í Kaliforníu.

,,Hann er greinilega ekki ánægður með að vera hérna." sagði fangavörðurinn John Balian. ,,En það sést að hann sér eftir atvikinu, og tekur fulla ábyrgð á gjörðum sínum."

Auk starfanna í þvottahúsinu hefur Sutherland það hlutverk að dreifa máltíðum til annarra fanga. Þar á meðal eins sem var nýlega handtekinn fyrir að reyna að drepa fjórar manneskjur. Fangavörðurinn sagði við People tímaritið að leikarinn hefði þó engin bein samskipti við fanga sem biðu réttarhalda fyrir svo alvarleg brot. Hann renndi matnum þeirra einungis gegnum rifu á klefahurð þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.