Lífið

Kosningabarátta tilnefnd til Emmy verðlauna

,,Ég tek þetta Hillary"
,,Ég tek þetta Hillary" MYND/Getty
Hún Björk okkar er ekki sú eina sem er tilnefnd til Grammy verðlauna. Þau Barack Obama og Hillary Clinton eru bæði tilnefnd í talmálsflokki. Plata Clinton, ,,Að gefa, hvernig hvert og eitt okkar getur breytt heiminum", keppir við plötu Obama ,,Bíræfni vonarinnar: Hugleiðingar um að ná aftur ameríska draumnum." Jimmi Carter, Grammy verðlaunahafi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna er einnig tilnefndur í talmálsflokknum.

Það er ekkert nýtt að Bandaríkjaforsetar og forsetaframbjóðendur séu tilnefndir til verðlaunanna. Bill Clinton vann talmálsverðlaunin árið 2004 og 2005 og Hillary vann þau árið 1997 fyrir plötu sína ,,Það þarf þorp til.". Obama fékk svo verðlaunin árið 2006 fyrir ,,Draumar frá föður mínum" og Carter fyrir ádeilu sína á Bandaríkin, ,,Gildi okkar í útrýmingarhættu: Siðferðisleg krísa Bandaríkjanna".





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.