Lífið

Færeyingar eiga bestu hljómsveit í heimi

Færeyska sveitin Boys In A Band sigraði hljómsveitakeppnina Global Battle of the Bands í London í gær. Drengirnir spiluðu á Airwaves hátíðinni í október við góðar undirtektir. Sveitin hlýtur að launum 100.000 dollara og tækifæri til að spila um allan heim.

Á Myspace síðu sveitarinnar segja þeir að tónlist sín hljómi eins og Bob Dylan á amfetamíni.

38 lönd sendu sveitir í keppnina að þessu sinni. Bandaríska sveitin Jetstream var í öðru sæti og Moja frá Japan í þriðja. Framlag Íslendinga, Cliff Clavin var í sjötta sæti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.