Aðalleikurum í Flugdrekahlauparanum forðað frá Afganistan vegna öryggisástæðna 4. desember 2007 11:30 Aðalleikarinn, Ahmad, ásamt föður sínum. Honum hefur verið hrósað í hástert fyrir frammistöðu sína í myndinni. Fjórir afganskir drengir sem léku í kvikmyndaútgáfu Flugrdrekahlauparans hafa verið fluttir frá Afganistan á öruggan stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til að forða þeim frá viðbrögðum sem kunna að verða við myndinni þegar hún verður frumsýnd síðar í mánuðinum. Myndin er byggð á gríðarvinsælli samnefndri bók eftir afgansk-ameríska rithöfundinn Khaled Hosseini. Hún er ein af stærri myndum haustsins og talin eiga góðan möguleika á Óskarsverðlaunum. Bókin hefst á endurminningu sögupersónunnar, Amir, drengs úr vel stæðri Pashtun fjölskyldu. Hann rifjar upp hvernig hann verður vitni að því einn kaldan vetrarmorgun þegar besta vini hans og þjóni, sem tilheyrir hinum lágt setta Hazara ættbálki, er nauðgað af Pashtun manni. Að sögn framleiðenda var atriðið gert á eins nærgætinn hátt og hægt var. Engin nekt var sýnd, og var verknaðurinn í stað þess gefinn í skyn með því að sýna gerandann leysa belti sitt. Fjölskyldur drengjanna óttast enga síður slæm viðbrögð landsmanna sinna við atriðinu. Frumsýningu myndarinnar var því frestað um sex vikur meðan fundinn var staður fyrir drengina og fjölskyldur þeirra. Drengjunum og foreldrum þeirra hefur verið komið fyrir í ónefndum bæ þar sem þeir munu stunda skóla með öðrum afgönskum börnum. Paramount kvikmyndaverið, sem framleiðir myndina hefur lofað að sjá um þá á meðan myndin er í sýningu og, ef með þarf, þangað til þeir ljúka skólagöngu. Paramount kvikmyndafyrirtækið fékk ráðgjafafyrirtæki í Washington til að skipuleggja flutninginn á drengjunum. Rich Klein, Mið-Austurlandasérfræðingur hjá fyrirtækinu sagði það mikinn létti að drengirnir væru nú öruggir. ,,Við unnum með átta manns, á þremur mismunandi tungumálum á fjórum tímabeltum. Við höfum loksins fundið stað þar sem þeir þurfa ekki að upplifa kvíða og röskun á lífi sínu." Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Sjá meira
Fjórir afganskir drengir sem léku í kvikmyndaútgáfu Flugrdrekahlauparans hafa verið fluttir frá Afganistan á öruggan stað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til að forða þeim frá viðbrögðum sem kunna að verða við myndinni þegar hún verður frumsýnd síðar í mánuðinum. Myndin er byggð á gríðarvinsælli samnefndri bók eftir afgansk-ameríska rithöfundinn Khaled Hosseini. Hún er ein af stærri myndum haustsins og talin eiga góðan möguleika á Óskarsverðlaunum. Bókin hefst á endurminningu sögupersónunnar, Amir, drengs úr vel stæðri Pashtun fjölskyldu. Hann rifjar upp hvernig hann verður vitni að því einn kaldan vetrarmorgun þegar besta vini hans og þjóni, sem tilheyrir hinum lágt setta Hazara ættbálki, er nauðgað af Pashtun manni. Að sögn framleiðenda var atriðið gert á eins nærgætinn hátt og hægt var. Engin nekt var sýnd, og var verknaðurinn í stað þess gefinn í skyn með því að sýna gerandann leysa belti sitt. Fjölskyldur drengjanna óttast enga síður slæm viðbrögð landsmanna sinna við atriðinu. Frumsýningu myndarinnar var því frestað um sex vikur meðan fundinn var staður fyrir drengina og fjölskyldur þeirra. Drengjunum og foreldrum þeirra hefur verið komið fyrir í ónefndum bæ þar sem þeir munu stunda skóla með öðrum afgönskum börnum. Paramount kvikmyndaverið, sem framleiðir myndina hefur lofað að sjá um þá á meðan myndin er í sýningu og, ef með þarf, þangað til þeir ljúka skólagöngu. Paramount kvikmyndafyrirtækið fékk ráðgjafafyrirtæki í Washington til að skipuleggja flutninginn á drengjunum. Rich Klein, Mið-Austurlandasérfræðingur hjá fyrirtækinu sagði það mikinn létti að drengirnir væru nú öruggir. ,,Við unnum með átta manns, á þremur mismunandi tungumálum á fjórum tímabeltum. Við höfum loksins fundið stað þar sem þeir þurfa ekki að upplifa kvíða og röskun á lífi sínu."
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Sjá meira