Lífið

Bleik tískubylgja í Tælandi

Hans hátign í bleika gallanum.
Hans hátign í bleika gallanum.

Fataframleiðendur í Tælandi hafa ekki undan að framleiða bleikar skyrtur og bleika jakka. Fatakeðjan Phufa hefur selt 40 þúsund bleikar skyrtur frá því í byrjun nóvember.

Fólk stendur í biðröðum frá því eldsnemma á morgnana til þess að tryggja sér bleikt úr nýjustu sendingunni.

Höfundur þessarar bleiku tískubylgju er Bhumibol Adulyadej, konungur landsins. Hann var nýlega lagður inn á sjúkrahús í nokkra daga til eftirlits.

Og þegar hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu var hann í skínandi bleikri skyrtu og bleikum jakka.

Konungurinn gegnir engu formlegu hlutverki við stjórn landsins, en hann er nánast dýrlaður af þegnum sínum sem líta á hann sem siðameistara og samvisku þjóðarinnar.

Ástæðan fyrir því að fólk bíður í röðum eftir bleikum fötum er sú að það trúir því að það muni færa konunginum gæfu ef það klæðir sig í bleikt.

Og Tælendingar gera allt fyrir konung sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.