Íslenski boltinn

Paul McShane í Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul McShane fagnar marki með Grindavík.
Paul McShane fagnar marki með Grindavík. Mynd/Víkurfréttir

Skotinn Paul McShane hefur yfirgefið Grindavík og samið við Fram til næstu tveggja ára.

Grindavík vann sér sæti í Landsbankadeild karla í haust en hefur nú misst tvo af sínum sterkustu leikmönnum en auk McShane fór Óli Stefán Flóventsson til Fjölnis.

McShane kom hingað til lands árið 1998 og á að baki á annað hundrað leikja með Grindavík í efstu deild.

Þetta er fjórði nýi leikmaður Fram í haust en áður höfðu þeir Auðun Helgason, Jón Þorgrímur Stefánsson og Halldór Jónsson gengið til liðs við félagið. Fram hefur einnig skipt um þjálfara en Þorvaldur Örlygsson tók við starfinu af Ólafi Þórðarsyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×