Innlent

Icetorrent lokað í dag eftir að hafa safnað sex þúsund meðlimum

Andri Ólafsson skrifar
Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís
Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís

Skráardeilisíðunni icetorrent.net var lokað í dag eftir að eiganda síðunnar barst athugasemd frá Smáís, Samtökum Myndrétthafa á Íslandi. Þrátt fyrir að síðan hafi aðeins verið stofnuð nú um helgina voru tæplega sex þúsund Íslendingar búnir að skrá sig þar sem meðlimir í dag.

Á síðunni var hægt að skiptast á höfundarréttarvörðum skrám, svo sem tónlist, bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Nokkrar slíkar síður hafa skotið upp kollinum síðan torrent.is var lokað með lögbannskröfu í síðustu viku.

Ábyrgðarmaður icetorrent.net var 15 ára drengur, búsettur á landsbyggðinni. Forsvarsmenn Smáís höfðu samband við drenginn og foreldra hans í dag og tjáðu honum að hann yrði að loka síðunni ella yrði gripið til aðgerða.

Foreldrunum var ekki kunnugt um að sonur þeirra héldi úti síðu sem kynni að brjóta í bága við lög og var henni því lokað seinnipartinn í dag.

Ekki munu verða eftirmálar af þessu fyrir drenginn. Hann mun hafa sloppið með tiltal.

Drengurinn útskýrði fyrri Smáís að hann hefði sett þær reglur fyrir síðuna að aðeins yrði leyfilegt að skiptast á erlendum skrám, honum var þá tjáð að það sé ekki síðra lögbrot en að skiptast íslenskum skrám.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×