Lífið

Jonathan Rice Myers drekkir sorgum sínum

Tudor stjarnan Jonathan Rice Myers sást vafrandi um götur London í gærmorgun drekkandi sterkan síder, nokkrum klukkustundum eftir að móðir hans lést á sjúkrahúsi í Cork á Írlandi.

Geri Meyers O'Keeffe var fimmtug, og hafði verið heilsuveil um tíma. Hún lést í gærmorgun ár Mercy sjúkrahúsinu í Cork, skömmu eftir að hún var lögð inn.

Myers hefur farið í tvær áfengismeðferðir á þessu ári en þær virðast ekki hafa hrifið. Hann var handtekinn í Dublin á sunnudag fyrir ölvun og óspektir á almannafæri.

Leikarinn trompaðist þegar honum var meinað að ganga um borð í flugvél til London vegna ölvunar. Meðan hann beið eftir fluginu hafði hann dottið úr stólnum sem hann sat í og svo sofið sem fastast á gólfinu. Þegar hann rankaði við sér ætluðu öryggisverðir að leiða hann burt, en hann brást hinn versti við og blótaði þeim í sand og ösku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.