Lífið

135 milljarða króna samruni í Fríkirkjunni á laugardag

Sameinuð eru væntanleg brúðhjón metin á 135 milljarða króna.
Sameinuð eru væntanleg brúðhjón metin á 135 milljarða króna.

Stærsti samruni ársins á Íslandi fer fram í Fríkirkjunni á laugardaginn þegar Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir ganga í það heilaga. Reikna má með að sameinuð séu þau um 135 milljarða króna virði.

Í úttekt sem tímaritið Sirkus gerði í sumar yfir 25 ríkustu Íslendingana kom fram að hreinar eignir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eru metnar á 105 milljarða króna. Sú eign er að svo til öllu leyti bundin í Baugi Group í gegnum eignarhaldsfélagið Gaum sem hann á ásamt systur sinni Kristínu og foreldrum sínum, Jóhannesi og Ásu Karen.

Ingibjörg var í sömu úttekt metin á 30 milljarða króna. Ingibjörg hefur efnast vel á undanförnum árum og hennar helstu eignir eru í Baugi Group og fasteignafélaginu Stoðir Group.

Eins og fram kemur er samruni þeirra Jóns Ásgeirs og Ingibjargar metinn á 135 milljarða, helmingi meira en fyrirhugaður samruni Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy var metinn á. Sá samruni hefur reyndar verið slegin út af borðinu, ólíkt samruna væntanlegra brúðhjóna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.