Lífið

Angelina Jolie skrifar pistil í The Economist

Jolie talar á ráðstefnu um menntamál barna á átakasvæðum
Jolie talar á ráðstefnu um menntamál barna á átakasvæðum MYND/Getty
Angelina Jolie er fjölhæf kona. Frá og með deginum í dag getur hún státað sig af nýju starfsheiti á ferilskránni - pistlahöfundur.

Leikkonan ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, en Jolie skrifaði pistill í ekki ómerkara blað en The Economist. Pistillinn fjallar um hvern sé hægt að draga til ábyrgðar fyrir þjóðarmorðið í Darfur. Stjarnan er sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna, og er því ekki óvön góðgerðarmálum. Hún hefur þó ekki fordæmt þjóðarmorðið jafn opinskátt áður. Að sögn ráðgjafa hennar í stjórnmálum og góðgerðarmálum, Trevor Nelson, spyr Jolie í greininni spurningarinnar ,,Ef heimurinn getur ekki dregið fólk til ábyrgðar fyrir að skipuleggja og framkvæma þjóðarmorð, hverju er þá hægt að láta fólk taka ábyrgð á?"

Jolie er ekki fyrsta stjarnan til að tjá sig um þjóðarmorðið í Darfur. En þeir George Clooney og Don Cheadle leika báðir stóran þátt í nýútkominnni heimildarmynd um þjóðarmorðið, Darfur Now.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.