Lífið

Síðasta Harry Potter bókin kemur út á fimmtudag.

Aðdáendur flykkjast í verslun Barnes og Noble í New York 21. júlí þegar síðasta Harry Potter bókin fór í sölu.
Aðdáendur flykkjast í verslun Barnes og Noble í New York 21. júlí þegar síðasta Harry Potter bókin fór í sölu. MYND/Getty
Harry Potter og dauðadjásnin, sjöunda og síðasta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kemur út á Íslensku á fimmtudaginn.

Íslenskir aðdáendur Potters hafa beðið bókarinnar með eftirvæntingu, enda marga sem þyrstir í að vita hvernig þessi frábæra saga endar. Helga Haraldsdóttir þýddi bókina, sem kom út á ensku 21. júlí síðastliðinn.

Harry Potter og vinir hans þurfa að takast á hendur stórt verkefni í þessari síðustu bók. Þeirra bíður sú þraut að finna og eyða helkrossum hins mikla Voldemorts. Sagan gerist að mestu leyti utan Hogwartskóla þar sem Harry, Ron og Hermione þurfa að taka á öllu sem þau eiga til að halda lífi. Galdrasamfélagið er nú undir stjórn drápara en Fönixreglan gerir sitt besta til að veita þeim andspyrnu. Harry og félagar heyja bardaga upp á líf og dauða, ástsælar persónur týna lífi og aðrar eru ekki allar þar sem þær eru séðar ...

Útgáfuhátíðir verða haldnar í bókabúðum Eymundsson um allt land og í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi á fimmtudaginn, milli klukkan 14 og 16.

Fyrri Harry Potter bækurnar sex eru: Harry Potter og viskusteinninn, Harry Potter og leyniklefinn, Harry Potter og fangin frá Azkaban, Harry Potter og eldbikarinn, Harry Potter og Fönixreglan, og Harry Potter og blendingsprinsinn.

Bókin er 611 bls. og kostar 3.980 krónur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.