Lífið

Tökum lokið á Mannaveiðum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björn Brynjúlfur Björnsson, leikstjóri Mannaveiða.
Björn Brynjúlfur Björnsson, leikstjóri Mannaveiða.
Tökum á sjónvarpsþáttunum Mannaveiðum er lokið. Þættirnir verða sýndir á Ríkissjónvarpinu snemma á næsta ári. „Tökum lauk á föstudaginn og nú er þetta að fara í klippingu," segir Björn Brynjúlfur Björnsson, leikstjóri og framleiðandi þáttanna. „Þetta eru fjórir þættir. Ég á að skila þeim af mér í febrúar og býst við því að þeir verði sýndir ljótlega eftir það," bætir Björn við

„Handritið að þáttunum er byggt á bók Viktors Arnars Ingólfssonar, Aftureldingu, en það er Sveinbjörn I. Baldvinsson sem skrifar handritið," segir Björn Brynjúlfur. Eins og þegar hefur verið greint frá eru það félagarnir Gísli Örn Garðarsson og Ólafur Darri Ólafsson sem fara með aðalhlutverkin.

Björn Brynjúlfur segir að vel hafi gengið að fjármagna þættina sem kosta um 60 milljónir í framleiðslu. Ríkissjónvarpið greiðir helminginn af því en auk þess kemur þriðjungur úr kvikmyndasjóði. Þá skiptir framlag frá Glitni og endurgreiðsla frá iðnaðarráðuneytinu einnig miklu fyrir fjármögnun myndarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.