Lífið

Nicole Kidman myndi aldrei fara í fegrunaraðgerð

MYND/Getty
Nicole Kidman er orðin fertug, en gæti auðveldlega verið þrítug af útlitinu að dæma. Hún sagði þó í nýlegu viðtali að hún hefði aldrei farið í Botox, sem er orðið álíka algengt og maskari hjá Hollywood stjörnum, og hefði engan hug á öðrum lýtaaðgerðum.

Leikkonan sagði við Access Hollywood að hún hefi engin áform um að fara nokkru sinni í fegurðaraðgerð.

Ég dæmi ekki fólk sem fer í aðgerðir." sagði leikkonan. ,,Það gerir þetta hver á sinn hátt." Kidman sagðist að hennar uppskrift að fegurð sneri að heilsu. ,,Ef þú getur verið 80 ára heilbrigður einstaklingur, enn á fleygiferð, þá er það ótrúlega aðlaðandi. ,,Það sem dregur mig að fólki er það þegar því líður vel í eigin skinni."

,,Ég elska að hlaupa, synda og stunda líkamsrækt. Það er það sem ég myndi leggja áherslu á - að vera hraust" sagði leikkonan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.