Lífið

Kom sá og sigraði

MYNDFréttablaðið
,,Jújú, ég hef það bara sérstaklega gott" Ragnar Bragason leikstjóri þegar Vísir náði tali af honum í dag. Hann var að vonum ánægður , enda nýbúinn að vinna önnur hver verðlaun, eða þar um bil, á Eddunni í gær.

Foreldrar, mynd Ragnars og Vesturportshópsins var valin besta myndin. Þá hlaut Ragnar verðlaun fyrir bestu leikstjórn, auk þess sem tveir aðalleikara myndarinnar fengu verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Næturvaktin, sem Ragnar leikstýrir líka, hlaut svo tvö verðlaun.

En skildi Ragnar geta toppað þetta? ,,Ég lít ekki á þetta sem hápunkt, litlu augnablikin skipta meira máli. Vinunni sjálfri fylgir meiri ánægja en það að vinna til verðlauna. Þannig að já, ég á eftir að toppa þetta oft og mörgum sinnum." sagði Ragnar.

Það er nóg að gera hjá Ragnari. Hann er þessa dagana ásamt fleirum að skrifa handritið að Dagvaktinni, framhaldi hinnar geysivinsælu Næturvaktar, auk þess að hafa nýlokið við að leikstýra áramótaskaupinu.

Aðspurður hvort það sé ekki ógnvekjandi að taka að sér verk eins og áramótaskaupið, sem allir horfa á, en þjóðin á til að tæta í sig á nýársdag, segir hann svo ekki endilega vera. ,, Maður veit aldrei hvernig 290 þúsund manns bregðast við, svo það er áskorun. Maður verður bara að vona að það gleðji stærri hluta þjóðarinnar."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.