Íslenski boltinn

Guðjón fer í KR

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Baldvinsson.
Guðjón Baldvinsson. Mynd/Heiða.

Sóknarmaðurinn Guðjón Baldvinsson mun ganga til liðs við KR. Þetta staðfesti hann í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net. Guðjón hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Stjörnunni undanfarin ár.

Guðjón er U21 landsliðsmaður og hefur verið meðal bestu leikmanna 1. deildar síðustu tvö tímabil. Sumarið 2005 var hann markakóngur í 2. deildinni.

Guðjón, sem er fæddur 1986, mun gera fimm ára samning við KR-inga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×