Íslenski boltinn

Tryggvi skoðar sig um

Elvar Geir Magnússon skrifar

Ekki er ljóst hvort varnarmaðurinn Tryggvi Bjarnason verði áfram í herbúðum KR. Hann verður samningslaus um áramótin og var í viðræðum við félagið um nýjan samning. Þær viðræður hafa hinsvegar litlu skilað samkvæmt heimildum Vísis.

Tryggvi er víst farinn að líta í kringum sig og er tilbúinn að skoða aðra kosti í stöðunni. Þessi stóri og sterki varnarmaður er uppalinn hjá KR en hefur einnig leikið með ÍBV í efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×