Sífellt fleiri Íslendingar viðurkenna kynlífsfíkn sína Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2007 01:00 Kynlífsfíkill Michael Douglas vakti mikla athygli þegar hann kom fram og sagðist vera kynlífsfíkill. Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. „Ég var nítjan ára þegar ég mætti á minn fyrsta fund og þar til fyrir nokkru var ég yngsti meðlimurinn," segir viðmælandi Fréttablaðsins sem hefur verið meðlimur í samtökunum í þrjú ár. Hann segist hafa verið ungur þegar hann gekk í gegnum biturt samband og í kjölfarið hafi hann hafið örvæntingarfulla leit að einhverjum sem gæti bjargað sér, einhverjum sem gæti gert hann hamingjusaman. „Mig langaði svo mikið að vera í sambandi og varð innilega ástfanginn á tveggja mánaða fresti," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sækja að meðaltali 22 einstaklingar fundi hjá SLAA í hverri viku, þeir geti þó verið færri en líka fleiri. Elsti meðlimurinn í samtökunum er í kringum sextugt en sá yngsti er að verða tvítugur. Viðmælandi Fréttablaðsins segir þennan sjúkdóm vera afleiðingu af vanlíðan í samfélaginu á tímum klámvæðingar og alls þess kynferðislega áreitis sem berji á okkur í dag. Þetta geri það að verkum að karlar jafnt sem konur eigi erfitt með að fóta sig í kynferðislegu sambandi og hafi brostna sjálfsmynd. Hann bendir meðal annars á fyrirmyndir eins og Paris Hilton sem fjölmiðlar halda á lofti. „Hjá henni snýst allt um útlitið og að fá viðurkenningu hins kynsins en þetta eru einmitt sterk einkenni þesa sjúkdóms," segir hann. Jafnframt sé töluverður skortur á vandaðri fræðslu um kynhegðun, ekki þá um hegðun kynfæranna og hvernig þau virki saman heldur samskipti kynjanna og hvers sé hægt að ætlast til af sambandi. Viðmælandi blaðsins segir að þekkingarleysi ríki gagnvart þessum sjúkdómi og að fólk skilji ekki hvernig sé hægt að vera fíkill í kynlíf og ást. „Heilbrigt kynlíf á ekkert sameiginlegt með því klámfengna kynlífi sem fíklarnir stunda og sú fallega mynd af ástinni sem flestir deila í huga sér á ekkert sameiginlegt með þörfinni sem fíklarnir eru haldnir." SLAA fylgir tólf spora kerfi AA-samtakanna og á heimasíðu samtakanna má sjá fróðleik um þennan sjúkdóm. Viðmælandi Fréttablaðsins segir að öll umfjöllun um starf samtakanna sé vissulega af hinu góða en telur að enn sé langt í land að ná til þeirra sem virkilega þurfi á því að halda. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. „Ég var nítjan ára þegar ég mætti á minn fyrsta fund og þar til fyrir nokkru var ég yngsti meðlimurinn," segir viðmælandi Fréttablaðsins sem hefur verið meðlimur í samtökunum í þrjú ár. Hann segist hafa verið ungur þegar hann gekk í gegnum biturt samband og í kjölfarið hafi hann hafið örvæntingarfulla leit að einhverjum sem gæti bjargað sér, einhverjum sem gæti gert hann hamingjusaman. „Mig langaði svo mikið að vera í sambandi og varð innilega ástfanginn á tveggja mánaða fresti," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sækja að meðaltali 22 einstaklingar fundi hjá SLAA í hverri viku, þeir geti þó verið færri en líka fleiri. Elsti meðlimurinn í samtökunum er í kringum sextugt en sá yngsti er að verða tvítugur. Viðmælandi Fréttablaðsins segir þennan sjúkdóm vera afleiðingu af vanlíðan í samfélaginu á tímum klámvæðingar og alls þess kynferðislega áreitis sem berji á okkur í dag. Þetta geri það að verkum að karlar jafnt sem konur eigi erfitt með að fóta sig í kynferðislegu sambandi og hafi brostna sjálfsmynd. Hann bendir meðal annars á fyrirmyndir eins og Paris Hilton sem fjölmiðlar halda á lofti. „Hjá henni snýst allt um útlitið og að fá viðurkenningu hins kynsins en þetta eru einmitt sterk einkenni þesa sjúkdóms," segir hann. Jafnframt sé töluverður skortur á vandaðri fræðslu um kynhegðun, ekki þá um hegðun kynfæranna og hvernig þau virki saman heldur samskipti kynjanna og hvers sé hægt að ætlast til af sambandi. Viðmælandi blaðsins segir að þekkingarleysi ríki gagnvart þessum sjúkdómi og að fólk skilji ekki hvernig sé hægt að vera fíkill í kynlíf og ást. „Heilbrigt kynlíf á ekkert sameiginlegt með því klámfengna kynlífi sem fíklarnir stunda og sú fallega mynd af ástinni sem flestir deila í huga sér á ekkert sameiginlegt með þörfinni sem fíklarnir eru haldnir." SLAA fylgir tólf spora kerfi AA-samtakanna og á heimasíðu samtakanna má sjá fróðleik um þennan sjúkdóm. Viðmælandi Fréttablaðsins segir að öll umfjöllun um starf samtakanna sé vissulega af hinu góða en telur að enn sé langt í land að ná til þeirra sem virkilega þurfi á því að halda.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Connie Francis er látin Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira