Sífellt fleiri Íslendingar viðurkenna kynlífsfíkn sína Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2007 01:00 Kynlífsfíkill Michael Douglas vakti mikla athygli þegar hann kom fram og sagðist vera kynlífsfíkill. Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. „Ég var nítjan ára þegar ég mætti á minn fyrsta fund og þar til fyrir nokkru var ég yngsti meðlimurinn," segir viðmælandi Fréttablaðsins sem hefur verið meðlimur í samtökunum í þrjú ár. Hann segist hafa verið ungur þegar hann gekk í gegnum biturt samband og í kjölfarið hafi hann hafið örvæntingarfulla leit að einhverjum sem gæti bjargað sér, einhverjum sem gæti gert hann hamingjusaman. „Mig langaði svo mikið að vera í sambandi og varð innilega ástfanginn á tveggja mánaða fresti," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sækja að meðaltali 22 einstaklingar fundi hjá SLAA í hverri viku, þeir geti þó verið færri en líka fleiri. Elsti meðlimurinn í samtökunum er í kringum sextugt en sá yngsti er að verða tvítugur. Viðmælandi Fréttablaðsins segir þennan sjúkdóm vera afleiðingu af vanlíðan í samfélaginu á tímum klámvæðingar og alls þess kynferðislega áreitis sem berji á okkur í dag. Þetta geri það að verkum að karlar jafnt sem konur eigi erfitt með að fóta sig í kynferðislegu sambandi og hafi brostna sjálfsmynd. Hann bendir meðal annars á fyrirmyndir eins og Paris Hilton sem fjölmiðlar halda á lofti. „Hjá henni snýst allt um útlitið og að fá viðurkenningu hins kynsins en þetta eru einmitt sterk einkenni þesa sjúkdóms," segir hann. Jafnframt sé töluverður skortur á vandaðri fræðslu um kynhegðun, ekki þá um hegðun kynfæranna og hvernig þau virki saman heldur samskipti kynjanna og hvers sé hægt að ætlast til af sambandi. Viðmælandi blaðsins segir að þekkingarleysi ríki gagnvart þessum sjúkdómi og að fólk skilji ekki hvernig sé hægt að vera fíkill í kynlíf og ást. „Heilbrigt kynlíf á ekkert sameiginlegt með því klámfengna kynlífi sem fíklarnir stunda og sú fallega mynd af ástinni sem flestir deila í huga sér á ekkert sameiginlegt með þörfinni sem fíklarnir eru haldnir." SLAA fylgir tólf spora kerfi AA-samtakanna og á heimasíðu samtakanna má sjá fróðleik um þennan sjúkdóm. Viðmælandi Fréttablaðsins segir að öll umfjöllun um starf samtakanna sé vissulega af hinu góða en telur að enn sé langt í land að ná til þeirra sem virkilega þurfi á því að halda. Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. „Ég var nítjan ára þegar ég mætti á minn fyrsta fund og þar til fyrir nokkru var ég yngsti meðlimurinn," segir viðmælandi Fréttablaðsins sem hefur verið meðlimur í samtökunum í þrjú ár. Hann segist hafa verið ungur þegar hann gekk í gegnum biturt samband og í kjölfarið hafi hann hafið örvæntingarfulla leit að einhverjum sem gæti bjargað sér, einhverjum sem gæti gert hann hamingjusaman. „Mig langaði svo mikið að vera í sambandi og varð innilega ástfanginn á tveggja mánaða fresti," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sækja að meðaltali 22 einstaklingar fundi hjá SLAA í hverri viku, þeir geti þó verið færri en líka fleiri. Elsti meðlimurinn í samtökunum er í kringum sextugt en sá yngsti er að verða tvítugur. Viðmælandi Fréttablaðsins segir þennan sjúkdóm vera afleiðingu af vanlíðan í samfélaginu á tímum klámvæðingar og alls þess kynferðislega áreitis sem berji á okkur í dag. Þetta geri það að verkum að karlar jafnt sem konur eigi erfitt með að fóta sig í kynferðislegu sambandi og hafi brostna sjálfsmynd. Hann bendir meðal annars á fyrirmyndir eins og Paris Hilton sem fjölmiðlar halda á lofti. „Hjá henni snýst allt um útlitið og að fá viðurkenningu hins kynsins en þetta eru einmitt sterk einkenni þesa sjúkdóms," segir hann. Jafnframt sé töluverður skortur á vandaðri fræðslu um kynhegðun, ekki þá um hegðun kynfæranna og hvernig þau virki saman heldur samskipti kynjanna og hvers sé hægt að ætlast til af sambandi. Viðmælandi blaðsins segir að þekkingarleysi ríki gagnvart þessum sjúkdómi og að fólk skilji ekki hvernig sé hægt að vera fíkill í kynlíf og ást. „Heilbrigt kynlíf á ekkert sameiginlegt með því klámfengna kynlífi sem fíklarnir stunda og sú fallega mynd af ástinni sem flestir deila í huga sér á ekkert sameiginlegt með þörfinni sem fíklarnir eru haldnir." SLAA fylgir tólf spora kerfi AA-samtakanna og á heimasíðu samtakanna má sjá fróðleik um þennan sjúkdóm. Viðmælandi Fréttablaðsins segir að öll umfjöllun um starf samtakanna sé vissulega af hinu góða en telur að enn sé langt í land að ná til þeirra sem virkilega þurfi á því að halda.
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Menning Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira