Sífellt fleiri Íslendingar viðurkenna kynlífsfíkn sína Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 5. nóvember 2007 01:00 Kynlífsfíkill Michael Douglas vakti mikla athygli þegar hann kom fram og sagðist vera kynlífsfíkill. Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. „Ég var nítjan ára þegar ég mætti á minn fyrsta fund og þar til fyrir nokkru var ég yngsti meðlimurinn," segir viðmælandi Fréttablaðsins sem hefur verið meðlimur í samtökunum í þrjú ár. Hann segist hafa verið ungur þegar hann gekk í gegnum biturt samband og í kjölfarið hafi hann hafið örvæntingarfulla leit að einhverjum sem gæti bjargað sér, einhverjum sem gæti gert hann hamingjusaman. „Mig langaði svo mikið að vera í sambandi og varð innilega ástfanginn á tveggja mánaða fresti," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sækja að meðaltali 22 einstaklingar fundi hjá SLAA í hverri viku, þeir geti þó verið færri en líka fleiri. Elsti meðlimurinn í samtökunum er í kringum sextugt en sá yngsti er að verða tvítugur. Viðmælandi Fréttablaðsins segir þennan sjúkdóm vera afleiðingu af vanlíðan í samfélaginu á tímum klámvæðingar og alls þess kynferðislega áreitis sem berji á okkur í dag. Þetta geri það að verkum að karlar jafnt sem konur eigi erfitt með að fóta sig í kynferðislegu sambandi og hafi brostna sjálfsmynd. Hann bendir meðal annars á fyrirmyndir eins og Paris Hilton sem fjölmiðlar halda á lofti. „Hjá henni snýst allt um útlitið og að fá viðurkenningu hins kynsins en þetta eru einmitt sterk einkenni þesa sjúkdóms," segir hann. Jafnframt sé töluverður skortur á vandaðri fræðslu um kynhegðun, ekki þá um hegðun kynfæranna og hvernig þau virki saman heldur samskipti kynjanna og hvers sé hægt að ætlast til af sambandi. Viðmælandi blaðsins segir að þekkingarleysi ríki gagnvart þessum sjúkdómi og að fólk skilji ekki hvernig sé hægt að vera fíkill í kynlíf og ást. „Heilbrigt kynlíf á ekkert sameiginlegt með því klámfengna kynlífi sem fíklarnir stunda og sú fallega mynd af ástinni sem flestir deila í huga sér á ekkert sameiginlegt með þörfinni sem fíklarnir eru haldnir." SLAA fylgir tólf spora kerfi AA-samtakanna og á heimasíðu samtakanna má sjá fróðleik um þennan sjúkdóm. Viðmælandi Fréttablaðsins segir að öll umfjöllun um starf samtakanna sé vissulega af hinu góða en telur að enn sé langt í land að ná til þeirra sem virkilega þurfi á því að halda. Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hún hefði sótt fundi hjá SLAA, samtökum kynlífs- og ástarfíkla. Fréttablaðið kynnti sér starf samtakanna í kjölfarið. Heimildarmenn blaðsins gátu ekki komið fram undir nafni þar eð starf samtakanna byggist á nafnleysi, líkt og SÁÁ. „Ég var nítjan ára þegar ég mætti á minn fyrsta fund og þar til fyrir nokkru var ég yngsti meðlimurinn," segir viðmælandi Fréttablaðsins sem hefur verið meðlimur í samtökunum í þrjú ár. Hann segist hafa verið ungur þegar hann gekk í gegnum biturt samband og í kjölfarið hafi hann hafið örvæntingarfulla leit að einhverjum sem gæti bjargað sér, einhverjum sem gæti gert hann hamingjusaman. „Mig langaði svo mikið að vera í sambandi og varð innilega ástfanginn á tveggja mánaða fresti," segir hann. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sækja að meðaltali 22 einstaklingar fundi hjá SLAA í hverri viku, þeir geti þó verið færri en líka fleiri. Elsti meðlimurinn í samtökunum er í kringum sextugt en sá yngsti er að verða tvítugur. Viðmælandi Fréttablaðsins segir þennan sjúkdóm vera afleiðingu af vanlíðan í samfélaginu á tímum klámvæðingar og alls þess kynferðislega áreitis sem berji á okkur í dag. Þetta geri það að verkum að karlar jafnt sem konur eigi erfitt með að fóta sig í kynferðislegu sambandi og hafi brostna sjálfsmynd. Hann bendir meðal annars á fyrirmyndir eins og Paris Hilton sem fjölmiðlar halda á lofti. „Hjá henni snýst allt um útlitið og að fá viðurkenningu hins kynsins en þetta eru einmitt sterk einkenni þesa sjúkdóms," segir hann. Jafnframt sé töluverður skortur á vandaðri fræðslu um kynhegðun, ekki þá um hegðun kynfæranna og hvernig þau virki saman heldur samskipti kynjanna og hvers sé hægt að ætlast til af sambandi. Viðmælandi blaðsins segir að þekkingarleysi ríki gagnvart þessum sjúkdómi og að fólk skilji ekki hvernig sé hægt að vera fíkill í kynlíf og ást. „Heilbrigt kynlíf á ekkert sameiginlegt með því klámfengna kynlífi sem fíklarnir stunda og sú fallega mynd af ástinni sem flestir deila í huga sér á ekkert sameiginlegt með þörfinni sem fíklarnir eru haldnir." SLAA fylgir tólf spora kerfi AA-samtakanna og á heimasíðu samtakanna má sjá fróðleik um þennan sjúkdóm. Viðmælandi Fréttablaðsins segir að öll umfjöllun um starf samtakanna sé vissulega af hinu góða en telur að enn sé langt í land að ná til þeirra sem virkilega þurfi á því að halda.
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira