Lífið

Högni vill aftur til Ameríku

Högni Stefánsson, múslimi.
Högni Stefánsson, múslimi.

Högni Stefánsson öðru nafni Cat Stevens öðru nafni Yusuf Islam vonast til að komast til Bandaríkjanna í desember næstkomandi. Hann ætlar að hljóðrita þar lag sem hann samdi í tilefni af því að honum var neitað um að koma til Bandaríkjanna árið 2004.

Högni sem gerðist múslimi árið 1978 var talinn ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Flugvélin sem hann var í ásamt dóttur sinni var látin lenda í Maine. Þar voru þau feðgin tekin frá borði og send með næstu flugvél heim til Bretlands.

Högni hafði verið á leið til Nashville þar sem ætlaði að taka upp skífu með frægum sveitasöngvurum, meðal annars Dolly Parton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.