Rífandi stemning á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar 13. október 2007 14:02 Það var nær fullt út úr dyrum á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar í gærkvöldi í Austurbæ. Drengirnir í hljómsveitinni léku á alls oddi og rífandi stemning myndaðist í salnum á meðan þeir fluttu lögin af nýútkominni plötu sinni Tímarnir okkar. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Menntaskólans við Hamrahlíð og því fór vel á því að fyrrverandi rektor skólans kynnti hljómsveitina á svið. Einnig sendi núverandi rektor MH strákunum kærar kveðjur. Tímarnir okkar hefur fengið frábæra dóma og salan gengur vel. Svo vel reyndar að ekki var unnt að selja diskinn á tónleikunum vegna þess að búið var að dreifa öllu upplaginu í verslanir sem ekki vildu láta það af hendi. Annað upplag mun vera á leiðinni. En þótt platan sjálf hafi ekki verið til sölu þá seldu Sprengjuhallarmenn boli sem á voru prentaðar áletranir úr lögum þeirra. „Ég sakna stundum Guðs," „Yfir sorgum er best að þegja," og „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Útsendari Vísis var á staðnum og þar spurði hann út í síðastnefndu tilvitnunina. Svarið var á þá leið að „alltof margir hafa of mikinn rétt og mikla möguleika til að tjá sig." Línan um Bigga kemur fyrir í sumarslagaranum Verum í sambandi og mun hún vera til komin vegna þess að einn meðlima hljómsveitarinnar hafi verið að lesa blogg um tónlistargagnrýni. Þá hafi annar gagnrýnt gagnrýnandann og svo koll af kolli. Einhversstaðar í umræðunni var minnst á Bigga í Maus og enn neðar í þessum langa þræði kom svo kommentið: „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Verum í sambandi hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að þeir Simmi og Jói afbökuðu það og snéru því upp í söng um Hannes Smárason. Atli Bollason, einn meðlima Sprengjuhallarinnar hafði þetta að segja um upphefðina: „Okkur finnst þetta cool. Kurt Kobain fannst hann fyrst hafa meikað það þegar Weird Al Jancovitch tók Smells like Nirvana, sama kom fyrir Bob Dylan, þegar aðrir fóru að stæla hans lög, þá upplifði hann frægð. Þá vissi fólk að hann var orðinn að einhverju. Sama erum við að upplifa núna, Simmi og Jói farnir að taka okkar lög, núna erum við erum að koma úr undergroundinu. Svo á tíminn bara eftir að leiða í ljós hvað það þýðir fyrir okkur." Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira
Það var nær fullt út úr dyrum á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar í gærkvöldi í Austurbæ. Drengirnir í hljómsveitinni léku á alls oddi og rífandi stemning myndaðist í salnum á meðan þeir fluttu lögin af nýútkominni plötu sinni Tímarnir okkar. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Menntaskólans við Hamrahlíð og því fór vel á því að fyrrverandi rektor skólans kynnti hljómsveitina á svið. Einnig sendi núverandi rektor MH strákunum kærar kveðjur. Tímarnir okkar hefur fengið frábæra dóma og salan gengur vel. Svo vel reyndar að ekki var unnt að selja diskinn á tónleikunum vegna þess að búið var að dreifa öllu upplaginu í verslanir sem ekki vildu láta það af hendi. Annað upplag mun vera á leiðinni. En þótt platan sjálf hafi ekki verið til sölu þá seldu Sprengjuhallarmenn boli sem á voru prentaðar áletranir úr lögum þeirra. „Ég sakna stundum Guðs," „Yfir sorgum er best að þegja," og „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Útsendari Vísis var á staðnum og þar spurði hann út í síðastnefndu tilvitnunina. Svarið var á þá leið að „alltof margir hafa of mikinn rétt og mikla möguleika til að tjá sig." Línan um Bigga kemur fyrir í sumarslagaranum Verum í sambandi og mun hún vera til komin vegna þess að einn meðlima hljómsveitarinnar hafi verið að lesa blogg um tónlistargagnrýni. Þá hafi annar gagnrýnt gagnrýnandann og svo koll af kolli. Einhversstaðar í umræðunni var minnst á Bigga í Maus og enn neðar í þessum langa þræði kom svo kommentið: „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Verum í sambandi hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að þeir Simmi og Jói afbökuðu það og snéru því upp í söng um Hannes Smárason. Atli Bollason, einn meðlima Sprengjuhallarinnar hafði þetta að segja um upphefðina: „Okkur finnst þetta cool. Kurt Kobain fannst hann fyrst hafa meikað það þegar Weird Al Jancovitch tók Smells like Nirvana, sama kom fyrir Bob Dylan, þegar aðrir fóru að stæla hans lög, þá upplifði hann frægð. Þá vissi fólk að hann var orðinn að einhverju. Sama erum við að upplifa núna, Simmi og Jói farnir að taka okkar lög, núna erum við erum að koma úr undergroundinu. Svo á tíminn bara eftir að leiða í ljós hvað það þýðir fyrir okkur."
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Sjá meira