Rífandi stemning á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar 13. október 2007 14:02 Það var nær fullt út úr dyrum á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar í gærkvöldi í Austurbæ. Drengirnir í hljómsveitinni léku á alls oddi og rífandi stemning myndaðist í salnum á meðan þeir fluttu lögin af nýútkominni plötu sinni Tímarnir okkar. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Menntaskólans við Hamrahlíð og því fór vel á því að fyrrverandi rektor skólans kynnti hljómsveitina á svið. Einnig sendi núverandi rektor MH strákunum kærar kveðjur. Tímarnir okkar hefur fengið frábæra dóma og salan gengur vel. Svo vel reyndar að ekki var unnt að selja diskinn á tónleikunum vegna þess að búið var að dreifa öllu upplaginu í verslanir sem ekki vildu láta það af hendi. Annað upplag mun vera á leiðinni. En þótt platan sjálf hafi ekki verið til sölu þá seldu Sprengjuhallarmenn boli sem á voru prentaðar áletranir úr lögum þeirra. „Ég sakna stundum Guðs," „Yfir sorgum er best að þegja," og „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Útsendari Vísis var á staðnum og þar spurði hann út í síðastnefndu tilvitnunina. Svarið var á þá leið að „alltof margir hafa of mikinn rétt og mikla möguleika til að tjá sig." Línan um Bigga kemur fyrir í sumarslagaranum Verum í sambandi og mun hún vera til komin vegna þess að einn meðlima hljómsveitarinnar hafi verið að lesa blogg um tónlistargagnrýni. Þá hafi annar gagnrýnt gagnrýnandann og svo koll af kolli. Einhversstaðar í umræðunni var minnst á Bigga í Maus og enn neðar í þessum langa þræði kom svo kommentið: „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Verum í sambandi hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að þeir Simmi og Jói afbökuðu það og snéru því upp í söng um Hannes Smárason. Atli Bollason, einn meðlima Sprengjuhallarinnar hafði þetta að segja um upphefðina: „Okkur finnst þetta cool. Kurt Kobain fannst hann fyrst hafa meikað það þegar Weird Al Jancovitch tók Smells like Nirvana, sama kom fyrir Bob Dylan, þegar aðrir fóru að stæla hans lög, þá upplifði hann frægð. Þá vissi fólk að hann var orðinn að einhverju. Sama erum við að upplifa núna, Simmi og Jói farnir að taka okkar lög, núna erum við erum að koma úr undergroundinu. Svo á tíminn bara eftir að leiða í ljós hvað það þýðir fyrir okkur." Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Það var nær fullt út úr dyrum á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar í gærkvöldi í Austurbæ. Drengirnir í hljómsveitinni léku á alls oddi og rífandi stemning myndaðist í salnum á meðan þeir fluttu lögin af nýútkominni plötu sinni Tímarnir okkar. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Menntaskólans við Hamrahlíð og því fór vel á því að fyrrverandi rektor skólans kynnti hljómsveitina á svið. Einnig sendi núverandi rektor MH strákunum kærar kveðjur. Tímarnir okkar hefur fengið frábæra dóma og salan gengur vel. Svo vel reyndar að ekki var unnt að selja diskinn á tónleikunum vegna þess að búið var að dreifa öllu upplaginu í verslanir sem ekki vildu láta það af hendi. Annað upplag mun vera á leiðinni. En þótt platan sjálf hafi ekki verið til sölu þá seldu Sprengjuhallarmenn boli sem á voru prentaðar áletranir úr lögum þeirra. „Ég sakna stundum Guðs," „Yfir sorgum er best að þegja," og „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Útsendari Vísis var á staðnum og þar spurði hann út í síðastnefndu tilvitnunina. Svarið var á þá leið að „alltof margir hafa of mikinn rétt og mikla möguleika til að tjá sig." Línan um Bigga kemur fyrir í sumarslagaranum Verum í sambandi og mun hún vera til komin vegna þess að einn meðlima hljómsveitarinnar hafi verið að lesa blogg um tónlistargagnrýni. Þá hafi annar gagnrýnt gagnrýnandann og svo koll af kolli. Einhversstaðar í umræðunni var minnst á Bigga í Maus og enn neðar í þessum langa þræði kom svo kommentið: „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Verum í sambandi hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að þeir Simmi og Jói afbökuðu það og snéru því upp í söng um Hannes Smárason. Atli Bollason, einn meðlima Sprengjuhallarinnar hafði þetta að segja um upphefðina: „Okkur finnst þetta cool. Kurt Kobain fannst hann fyrst hafa meikað það þegar Weird Al Jancovitch tók Smells like Nirvana, sama kom fyrir Bob Dylan, þegar aðrir fóru að stæla hans lög, þá upplifði hann frægð. Þá vissi fólk að hann var orðinn að einhverju. Sama erum við að upplifa núna, Simmi og Jói farnir að taka okkar lög, núna erum við erum að koma úr undergroundinu. Svo á tíminn bara eftir að leiða í ljós hvað það þýðir fyrir okkur."
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira