Rífandi stemning á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar 13. október 2007 14:02 Það var nær fullt út úr dyrum á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar í gærkvöldi í Austurbæ. Drengirnir í hljómsveitinni léku á alls oddi og rífandi stemning myndaðist í salnum á meðan þeir fluttu lögin af nýútkominni plötu sinni Tímarnir okkar. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Menntaskólans við Hamrahlíð og því fór vel á því að fyrrverandi rektor skólans kynnti hljómsveitina á svið. Einnig sendi núverandi rektor MH strákunum kærar kveðjur. Tímarnir okkar hefur fengið frábæra dóma og salan gengur vel. Svo vel reyndar að ekki var unnt að selja diskinn á tónleikunum vegna þess að búið var að dreifa öllu upplaginu í verslanir sem ekki vildu láta það af hendi. Annað upplag mun vera á leiðinni. En þótt platan sjálf hafi ekki verið til sölu þá seldu Sprengjuhallarmenn boli sem á voru prentaðar áletranir úr lögum þeirra. „Ég sakna stundum Guðs," „Yfir sorgum er best að þegja," og „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Útsendari Vísis var á staðnum og þar spurði hann út í síðastnefndu tilvitnunina. Svarið var á þá leið að „alltof margir hafa of mikinn rétt og mikla möguleika til að tjá sig." Línan um Bigga kemur fyrir í sumarslagaranum Verum í sambandi og mun hún vera til komin vegna þess að einn meðlima hljómsveitarinnar hafi verið að lesa blogg um tónlistargagnrýni. Þá hafi annar gagnrýnt gagnrýnandann og svo koll af kolli. Einhversstaðar í umræðunni var minnst á Bigga í Maus og enn neðar í þessum langa þræði kom svo kommentið: „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Verum í sambandi hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að þeir Simmi og Jói afbökuðu það og snéru því upp í söng um Hannes Smárason. Atli Bollason, einn meðlima Sprengjuhallarinnar hafði þetta að segja um upphefðina: „Okkur finnst þetta cool. Kurt Kobain fannst hann fyrst hafa meikað það þegar Weird Al Jancovitch tók Smells like Nirvana, sama kom fyrir Bob Dylan, þegar aðrir fóru að stæla hans lög, þá upplifði hann frægð. Þá vissi fólk að hann var orðinn að einhverju. Sama erum við að upplifa núna, Simmi og Jói farnir að taka okkar lög, núna erum við erum að koma úr undergroundinu. Svo á tíminn bara eftir að leiða í ljós hvað það þýðir fyrir okkur." Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Það var nær fullt út úr dyrum á útgáfutónleikum Sprengjuhallarinnar í gærkvöldi í Austurbæ. Drengirnir í hljómsveitinni léku á alls oddi og rífandi stemning myndaðist í salnum á meðan þeir fluttu lögin af nýútkominni plötu sinni Tímarnir okkar. Hljómsveitin á rætur sínar að rekja til Menntaskólans við Hamrahlíð og því fór vel á því að fyrrverandi rektor skólans kynnti hljómsveitina á svið. Einnig sendi núverandi rektor MH strákunum kærar kveðjur. Tímarnir okkar hefur fengið frábæra dóma og salan gengur vel. Svo vel reyndar að ekki var unnt að selja diskinn á tónleikunum vegna þess að búið var að dreifa öllu upplaginu í verslanir sem ekki vildu láta það af hendi. Annað upplag mun vera á leiðinni. En þótt platan sjálf hafi ekki verið til sölu þá seldu Sprengjuhallarmenn boli sem á voru prentaðar áletranir úr lögum þeirra. „Ég sakna stundum Guðs," „Yfir sorgum er best að þegja," og „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Útsendari Vísis var á staðnum og þar spurði hann út í síðastnefndu tilvitnunina. Svarið var á þá leið að „alltof margir hafa of mikinn rétt og mikla möguleika til að tjá sig." Línan um Bigga kemur fyrir í sumarslagaranum Verum í sambandi og mun hún vera til komin vegna þess að einn meðlima hljómsveitarinnar hafi verið að lesa blogg um tónlistargagnrýni. Þá hafi annar gagnrýnt gagnrýnandann og svo koll af kolli. Einhversstaðar í umræðunni var minnst á Bigga í Maus og enn neðar í þessum langa þræði kom svo kommentið: „Djöfull er ég sammála þessu með Bigga í Maus." Verum í sambandi hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að þeir Simmi og Jói afbökuðu það og snéru því upp í söng um Hannes Smárason. Atli Bollason, einn meðlima Sprengjuhallarinnar hafði þetta að segja um upphefðina: „Okkur finnst þetta cool. Kurt Kobain fannst hann fyrst hafa meikað það þegar Weird Al Jancovitch tók Smells like Nirvana, sama kom fyrir Bob Dylan, þegar aðrir fóru að stæla hans lög, þá upplifði hann frægð. Þá vissi fólk að hann var orðinn að einhverju. Sama erum við að upplifa núna, Simmi og Jói farnir að taka okkar lög, núna erum við erum að koma úr undergroundinu. Svo á tíminn bara eftir að leiða í ljós hvað það þýðir fyrir okkur."
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira